Áhugi Kínverja á Íslandi mikill 23. september 2006 07:00 ÞETTA LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA KÍNVERSKT... Varð Chen Zhili, varaforsætisráðherra Kína, að orði þegar hún skoðaði listgripi á þjóðminjasafninu ásamt fylgdarliði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Zhou Ji, menntamálaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag um aukið samstarf á sviði æðri menntunar. Við undirritunina var Chen Zhili, varaforsætisráðherra og æðsti yfirmaður mennta- og vísindamála í Kína. Aðeins er vika frá því að Þorgerður Katrín átti fund með þeim í Peking en þar var grunnur lagður að samkomulaginu. Samkomulagið felur í sér að yfirvöld beggja ríkja ætla í samstarf um að gagnkvæm viðurkenning verði á námi og prófgráðum. Hvatt verði til þess að háskólar landanna efni til samstarfs um nemendaskipti og sameiginlegar prófgráður og að stuðlað verði að bættri aðstöðu til rannsókna og náms á kínversku og íslensku í löndunum tveimur. Líklegt þykir að þetta verði til þess að Kínverjar komi á fót hérlendis svokallaðri Konfúsíus-menningarstofnun eins og gert hefur verið víða um heim. Chen Zhili er ein af valdamestu konum Kína og segir Þorgerður Katrín áhuga Kínverja á samskiptum við Íslendinga afar mikinn, sérstaklega á sviði mennta, menningar og vísinda. „Við verðum að fara af ábyrgð og metnaði inn í þetta samstarf því það getur leitt til stórra og mikilla hluta, til að mynda á sviði umhverfisverndar. Þeir eru að leita til okkar vegna jarðvarmans hér á landi, þekkingar okkar og vísindafólks til þess að geta nýtt sér það heima fyrir. Það ætti að geta leitt mjög jákvæða hluti af sér á sviði umhverfismála,“ segir Þorgerður og bendir á að Íslendingar geti verið stoltir yfir þeim áhuga sem Kínverjar sýni landi og þjóð. Ástæða sé til að fara í þetta samstarf af áhuga og metnaði. Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Zhou Ji, menntamálaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag um aukið samstarf á sviði æðri menntunar. Við undirritunina var Chen Zhili, varaforsætisráðherra og æðsti yfirmaður mennta- og vísindamála í Kína. Aðeins er vika frá því að Þorgerður Katrín átti fund með þeim í Peking en þar var grunnur lagður að samkomulaginu. Samkomulagið felur í sér að yfirvöld beggja ríkja ætla í samstarf um að gagnkvæm viðurkenning verði á námi og prófgráðum. Hvatt verði til þess að háskólar landanna efni til samstarfs um nemendaskipti og sameiginlegar prófgráður og að stuðlað verði að bættri aðstöðu til rannsókna og náms á kínversku og íslensku í löndunum tveimur. Líklegt þykir að þetta verði til þess að Kínverjar komi á fót hérlendis svokallaðri Konfúsíus-menningarstofnun eins og gert hefur verið víða um heim. Chen Zhili er ein af valdamestu konum Kína og segir Þorgerður Katrín áhuga Kínverja á samskiptum við Íslendinga afar mikinn, sérstaklega á sviði mennta, menningar og vísinda. „Við verðum að fara af ábyrgð og metnaði inn í þetta samstarf því það getur leitt til stórra og mikilla hluta, til að mynda á sviði umhverfisverndar. Þeir eru að leita til okkar vegna jarðvarmans hér á landi, þekkingar okkar og vísindafólks til þess að geta nýtt sér það heima fyrir. Það ætti að geta leitt mjög jákvæða hluti af sér á sviði umhverfismála,“ segir Þorgerður og bendir á að Íslendingar geti verið stoltir yfir þeim áhuga sem Kínverjar sýni landi og þjóð. Ástæða sé til að fara í þetta samstarf af áhuga og metnaði.
Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira