Áhugi Kínverja á Íslandi mikill 23. september 2006 07:00 ÞETTA LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA KÍNVERSKT... Varð Chen Zhili, varaforsætisráðherra Kína, að orði þegar hún skoðaði listgripi á þjóðminjasafninu ásamt fylgdarliði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Zhou Ji, menntamálaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag um aukið samstarf á sviði æðri menntunar. Við undirritunina var Chen Zhili, varaforsætisráðherra og æðsti yfirmaður mennta- og vísindamála í Kína. Aðeins er vika frá því að Þorgerður Katrín átti fund með þeim í Peking en þar var grunnur lagður að samkomulaginu. Samkomulagið felur í sér að yfirvöld beggja ríkja ætla í samstarf um að gagnkvæm viðurkenning verði á námi og prófgráðum. Hvatt verði til þess að háskólar landanna efni til samstarfs um nemendaskipti og sameiginlegar prófgráður og að stuðlað verði að bættri aðstöðu til rannsókna og náms á kínversku og íslensku í löndunum tveimur. Líklegt þykir að þetta verði til þess að Kínverjar komi á fót hérlendis svokallaðri Konfúsíus-menningarstofnun eins og gert hefur verið víða um heim. Chen Zhili er ein af valdamestu konum Kína og segir Þorgerður Katrín áhuga Kínverja á samskiptum við Íslendinga afar mikinn, sérstaklega á sviði mennta, menningar og vísinda. „Við verðum að fara af ábyrgð og metnaði inn í þetta samstarf því það getur leitt til stórra og mikilla hluta, til að mynda á sviði umhverfisverndar. Þeir eru að leita til okkar vegna jarðvarmans hér á landi, þekkingar okkar og vísindafólks til þess að geta nýtt sér það heima fyrir. Það ætti að geta leitt mjög jákvæða hluti af sér á sviði umhverfismála,“ segir Þorgerður og bendir á að Íslendingar geti verið stoltir yfir þeim áhuga sem Kínverjar sýni landi og þjóð. Ástæða sé til að fara í þetta samstarf af áhuga og metnaði. Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Zhou Ji, menntamálaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag um aukið samstarf á sviði æðri menntunar. Við undirritunina var Chen Zhili, varaforsætisráðherra og æðsti yfirmaður mennta- og vísindamála í Kína. Aðeins er vika frá því að Þorgerður Katrín átti fund með þeim í Peking en þar var grunnur lagður að samkomulaginu. Samkomulagið felur í sér að yfirvöld beggja ríkja ætla í samstarf um að gagnkvæm viðurkenning verði á námi og prófgráðum. Hvatt verði til þess að háskólar landanna efni til samstarfs um nemendaskipti og sameiginlegar prófgráður og að stuðlað verði að bættri aðstöðu til rannsókna og náms á kínversku og íslensku í löndunum tveimur. Líklegt þykir að þetta verði til þess að Kínverjar komi á fót hérlendis svokallaðri Konfúsíus-menningarstofnun eins og gert hefur verið víða um heim. Chen Zhili er ein af valdamestu konum Kína og segir Þorgerður Katrín áhuga Kínverja á samskiptum við Íslendinga afar mikinn, sérstaklega á sviði mennta, menningar og vísinda. „Við verðum að fara af ábyrgð og metnaði inn í þetta samstarf því það getur leitt til stórra og mikilla hluta, til að mynda á sviði umhverfisverndar. Þeir eru að leita til okkar vegna jarðvarmans hér á landi, þekkingar okkar og vísindafólks til þess að geta nýtt sér það heima fyrir. Það ætti að geta leitt mjög jákvæða hluti af sér á sviði umhverfismála,“ segir Þorgerður og bendir á að Íslendingar geti verið stoltir yfir þeim áhuga sem Kínverjar sýni landi og þjóð. Ástæða sé til að fara í þetta samstarf af áhuga og metnaði.
Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira