Vopnahlésbrot segja Líbanar 19. ágúst 2006 19:00 Ísraelar gerðu snemma í morgun skyndiáhlaup á bæinn Boudai í Austur-Líbanon, að sögn til að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Forsætisráðherra Líbanons segir þetta freklegt brot á vopnahlé í landinu en Ísraelar segjast þvert á móti vera að fylgja skilmálum þess. Áætlað er að senda fimmtán þúsund manna líbansk herlið til suðurhluta landsins til viðbótar jafnstóru alþjóðlegu friðargæsluliði á vegum Sameinuðu þjóðanna. Nú hóta Líbanar því að stöðva liðsflutninga ef Sameinuðu þjóðirnar skýri ekki viðhorf sitt til skyndiáhlaups Ísraela á Bekaa-dal í nótt og í morgun. Ísraelar segjast hafa verið að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Fouad Siniora, forsætisráðherra, segir Ísraela hafa brotið gegn vopnahléssamkomulagi sem hefur verið í gildi frá því á mánudaginn. Mark Regev, talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins, segir Ísraela ekki hafa brotið gegn vopnahlénu, þvert á móti hafi þeir verið að bregðast við brotum á því í Líbanon. Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sé skýr. Þar segir að Hizbollah-liðar megi ekki nota tíma vopnahlésins til að safna vopnum og taka við fleiri flugskeytum og eldflaugum frá Sýrlandi og Íran. Það hafi verið að gerast og Ísraelar brugðist við og komið í veg fyrir það. Ísraelar segja þörf á aðgerðum á meðan gæslulið sé ekki komið á staðinn og tilbúið til að gegna starfi sínu. Aðgerðin í nótt og í morgun hafi heppnast vel. Hizbollah-liðar segjast hins vegar hafa hrundið árásinni. Hassan Hobballah, þingmaður Hizbollah, segir árásina í morgun sönnun þess að Ísraelar haldi áfram árásarstefnu sinni gagnvart Líbanon og sé sama um ályktanir Öryggisráðsins. Líbanar leggi áherlsu á að þeir séu að gera árás á land þeirra og ásælist það. Það sem gerðist í morgun sé því ekkert nýtt en andspyrnumenn ætli að berjast gegn Ísraelum. Einn hermaður og þrír skæruliðar eru sagðir hafa fallið í átökunum og sex særst. Erlent Fréttir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Ísraelar gerðu snemma í morgun skyndiáhlaup á bæinn Boudai í Austur-Líbanon, að sögn til að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Forsætisráðherra Líbanons segir þetta freklegt brot á vopnahlé í landinu en Ísraelar segjast þvert á móti vera að fylgja skilmálum þess. Áætlað er að senda fimmtán þúsund manna líbansk herlið til suðurhluta landsins til viðbótar jafnstóru alþjóðlegu friðargæsluliði á vegum Sameinuðu þjóðanna. Nú hóta Líbanar því að stöðva liðsflutninga ef Sameinuðu þjóðirnar skýri ekki viðhorf sitt til skyndiáhlaups Ísraela á Bekaa-dal í nótt og í morgun. Ísraelar segjast hafa verið að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Fouad Siniora, forsætisráðherra, segir Ísraela hafa brotið gegn vopnahléssamkomulagi sem hefur verið í gildi frá því á mánudaginn. Mark Regev, talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins, segir Ísraela ekki hafa brotið gegn vopnahlénu, þvert á móti hafi þeir verið að bregðast við brotum á því í Líbanon. Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sé skýr. Þar segir að Hizbollah-liðar megi ekki nota tíma vopnahlésins til að safna vopnum og taka við fleiri flugskeytum og eldflaugum frá Sýrlandi og Íran. Það hafi verið að gerast og Ísraelar brugðist við og komið í veg fyrir það. Ísraelar segja þörf á aðgerðum á meðan gæslulið sé ekki komið á staðinn og tilbúið til að gegna starfi sínu. Aðgerðin í nótt og í morgun hafi heppnast vel. Hizbollah-liðar segjast hins vegar hafa hrundið árásinni. Hassan Hobballah, þingmaður Hizbollah, segir árásina í morgun sönnun þess að Ísraelar haldi áfram árásarstefnu sinni gagnvart Líbanon og sé sama um ályktanir Öryggisráðsins. Líbanar leggi áherlsu á að þeir séu að gera árás á land þeirra og ásælist það. Það sem gerðist í morgun sé því ekkert nýtt en andspyrnumenn ætli að berjast gegn Ísraelum. Einn hermaður og þrír skæruliðar eru sagðir hafa fallið í átökunum og sex særst.
Erlent Fréttir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira