Vopnahlésbrot segja Líbanar 19. ágúst 2006 19:00 Ísraelar gerðu snemma í morgun skyndiáhlaup á bæinn Boudai í Austur-Líbanon, að sögn til að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Forsætisráðherra Líbanons segir þetta freklegt brot á vopnahlé í landinu en Ísraelar segjast þvert á móti vera að fylgja skilmálum þess. Áætlað er að senda fimmtán þúsund manna líbansk herlið til suðurhluta landsins til viðbótar jafnstóru alþjóðlegu friðargæsluliði á vegum Sameinuðu þjóðanna. Nú hóta Líbanar því að stöðva liðsflutninga ef Sameinuðu þjóðirnar skýri ekki viðhorf sitt til skyndiáhlaups Ísraela á Bekaa-dal í nótt og í morgun. Ísraelar segjast hafa verið að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Fouad Siniora, forsætisráðherra, segir Ísraela hafa brotið gegn vopnahléssamkomulagi sem hefur verið í gildi frá því á mánudaginn. Mark Regev, talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins, segir Ísraela ekki hafa brotið gegn vopnahlénu, þvert á móti hafi þeir verið að bregðast við brotum á því í Líbanon. Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sé skýr. Þar segir að Hizbollah-liðar megi ekki nota tíma vopnahlésins til að safna vopnum og taka við fleiri flugskeytum og eldflaugum frá Sýrlandi og Íran. Það hafi verið að gerast og Ísraelar brugðist við og komið í veg fyrir það. Ísraelar segja þörf á aðgerðum á meðan gæslulið sé ekki komið á staðinn og tilbúið til að gegna starfi sínu. Aðgerðin í nótt og í morgun hafi heppnast vel. Hizbollah-liðar segjast hins vegar hafa hrundið árásinni. Hassan Hobballah, þingmaður Hizbollah, segir árásina í morgun sönnun þess að Ísraelar haldi áfram árásarstefnu sinni gagnvart Líbanon og sé sama um ályktanir Öryggisráðsins. Líbanar leggi áherlsu á að þeir séu að gera árás á land þeirra og ásælist það. Það sem gerðist í morgun sé því ekkert nýtt en andspyrnumenn ætli að berjast gegn Ísraelum. Einn hermaður og þrír skæruliðar eru sagðir hafa fallið í átökunum og sex særst. Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Ísraelar gerðu snemma í morgun skyndiáhlaup á bæinn Boudai í Austur-Líbanon, að sögn til að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Forsætisráðherra Líbanons segir þetta freklegt brot á vopnahlé í landinu en Ísraelar segjast þvert á móti vera að fylgja skilmálum þess. Áætlað er að senda fimmtán þúsund manna líbansk herlið til suðurhluta landsins til viðbótar jafnstóru alþjóðlegu friðargæsluliði á vegum Sameinuðu þjóðanna. Nú hóta Líbanar því að stöðva liðsflutninga ef Sameinuðu þjóðirnar skýri ekki viðhorf sitt til skyndiáhlaups Ísraela á Bekaa-dal í nótt og í morgun. Ísraelar segjast hafa verið að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Fouad Siniora, forsætisráðherra, segir Ísraela hafa brotið gegn vopnahléssamkomulagi sem hefur verið í gildi frá því á mánudaginn. Mark Regev, talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins, segir Ísraela ekki hafa brotið gegn vopnahlénu, þvert á móti hafi þeir verið að bregðast við brotum á því í Líbanon. Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sé skýr. Þar segir að Hizbollah-liðar megi ekki nota tíma vopnahlésins til að safna vopnum og taka við fleiri flugskeytum og eldflaugum frá Sýrlandi og Íran. Það hafi verið að gerast og Ísraelar brugðist við og komið í veg fyrir það. Ísraelar segja þörf á aðgerðum á meðan gæslulið sé ekki komið á staðinn og tilbúið til að gegna starfi sínu. Aðgerðin í nótt og í morgun hafi heppnast vel. Hizbollah-liðar segjast hins vegar hafa hrundið árásinni. Hassan Hobballah, þingmaður Hizbollah, segir árásina í morgun sönnun þess að Ísraelar haldi áfram árásarstefnu sinni gagnvart Líbanon og sé sama um ályktanir Öryggisráðsins. Líbanar leggi áherlsu á að þeir séu að gera árás á land þeirra og ásælist það. Það sem gerðist í morgun sé því ekkert nýtt en andspyrnumenn ætli að berjast gegn Ísraelum. Einn hermaður og þrír skæruliðar eru sagðir hafa fallið í átökunum og sex særst.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira