Þrjár leitað hjálpar eftir nauðgun 6. ágúst 2006 18:24 Þrjár stúlkur hafa leitað til Afls, systursamtaka Stígamóta, eftir að hafa verið nauðgað á Akureyri um helgina. Þá leituðu tugir manna á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins og segist vakthafandi læknir ekki muna aðra eins nótt og þá síðustu.Tvær stúlknanna leituðu til Afls í gær en sú þriðja í morgun. Hjá Afli fengu stúlkurnar aðhlynningu og ráðgjöf auk þess sem þeim var fylgt eftir á sjúkrahús og boðin gisting. Ein stúlknanna ákvað að kæra nauðgunina í dag en hinar höfðu ekki gert það síðast þegar fréttist.Sæunn Guðmundsdóttir hjá Afli segir að reynslan af síðustu árum sé sú að nóttin sem nú rennur upp sé alla jafna versta nótt Verslunarmannahelgarinnar. Því hafi þeim hjá Afli brugðið að þegar væru þrjár nauðganir komnar inn á þeirra borð fyrir þessa nótt. Rétt er að geta að fórnarlömb nauðgunar geta leitað sér aðstoðar hjá Afli í Rauðakrosshúsinu á Þingvallastræti 32.Mikið hefur verið um slagsmál á Akureyri um helgina en að sögn lögreglu er lítið um að fólk kæri líkamsárásir. Sú alvarlegasta átti sér stað á tjaldsvæði á Þróttarsvæðinu þar sem maður var höfuðkúpubrotinn líkt og við sögðum frá í fréttum okkar í gærkvöld.Læknir á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sagðist í samtali við NFS ekki muna aðra eins nótt og síðustu nótt. Þá leituðu 26 manns á bráðamóttökuna, flestir með áverka sem þeir hlutu í slagsmálum. Þetta er tvöfalt meiri fjöldi en aðfaranótt sunnudags síðustu verslunarmannahelgi.Lögregla hefur þurft að hafa mikil afskipti af fólki vegna fíkniefna. Alls hafa um fimmtíu mál komið til kasta lögreglunnar, flest af fólki sem hafði efni til einkanota. Þrjú mál hafa hins vegar komið upp sem tengjast fíkniefnasölum. Þá hefur lögregla stöðvað um tuttugu manns við ölvunarakstur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þrjár stúlkur hafa leitað til Afls, systursamtaka Stígamóta, eftir að hafa verið nauðgað á Akureyri um helgina. Þá leituðu tugir manna á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins og segist vakthafandi læknir ekki muna aðra eins nótt og þá síðustu.Tvær stúlknanna leituðu til Afls í gær en sú þriðja í morgun. Hjá Afli fengu stúlkurnar aðhlynningu og ráðgjöf auk þess sem þeim var fylgt eftir á sjúkrahús og boðin gisting. Ein stúlknanna ákvað að kæra nauðgunina í dag en hinar höfðu ekki gert það síðast þegar fréttist.Sæunn Guðmundsdóttir hjá Afli segir að reynslan af síðustu árum sé sú að nóttin sem nú rennur upp sé alla jafna versta nótt Verslunarmannahelgarinnar. Því hafi þeim hjá Afli brugðið að þegar væru þrjár nauðganir komnar inn á þeirra borð fyrir þessa nótt. Rétt er að geta að fórnarlömb nauðgunar geta leitað sér aðstoðar hjá Afli í Rauðakrosshúsinu á Þingvallastræti 32.Mikið hefur verið um slagsmál á Akureyri um helgina en að sögn lögreglu er lítið um að fólk kæri líkamsárásir. Sú alvarlegasta átti sér stað á tjaldsvæði á Þróttarsvæðinu þar sem maður var höfuðkúpubrotinn líkt og við sögðum frá í fréttum okkar í gærkvöld.Læknir á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sagðist í samtali við NFS ekki muna aðra eins nótt og síðustu nótt. Þá leituðu 26 manns á bráðamóttökuna, flestir með áverka sem þeir hlutu í slagsmálum. Þetta er tvöfalt meiri fjöldi en aðfaranótt sunnudags síðustu verslunarmannahelgi.Lögregla hefur þurft að hafa mikil afskipti af fólki vegna fíkniefna. Alls hafa um fimmtíu mál komið til kasta lögreglunnar, flest af fólki sem hafði efni til einkanota. Þrjú mál hafa hins vegar komið upp sem tengjast fíkniefnasölum. Þá hefur lögregla stöðvað um tuttugu manns við ölvunarakstur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira