Ofsaakstur ógnar börnum á leið í skóla 13. september 2006 14:00 MYND/Stefán Langflestir þeirra sem lögreglan hefur stöðvað vegna hraðaksturs í íbúðagötu í Breiðholtinu á síðustu dögum hafa verið á tvöföldum hámarkshraða. Lögreglan hefur þungar áhyggjur af ofsaakstri þar sem börn eru á leið í skóla. Lögreglan í Reykjavík hefur haldið uppi stífu umferðareftirliti í grennd við grunnskóla borgarinnar undanfarna daga. Í þeim hverfum þar sem hún hefur verið að hraðamæla er hámarkshraði þrjátíu kílómetrar á klukkustund sem þýðir að fari einhver yfir sextíu kílómetra hraða getur hann átt von á ökuleyfissviptingu. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar í Reykjavík, segir það sláandi að á milli 70% til 90% þeirra sem stöðvaðir hafa verið vegna hraðaaksturs við Arnarbaka í Breiðholti síðustu daga hafa verið á tvöföldum hámarkshraða. Þessir einstaklingar eiga því von á því að missa ökuleyfi sitt. Hann segir þetta sérstaklega valda áhyggjum í ljósi þess að mörg börn á leið í skóla fara daglega yfir þessa götu. Margir afsaka hraðaaksturinn með því að þeir hafi hreinlega ekki séð merkingarnar. Guðbrandur segir merkingar góðar við götuna og þær ættu ekki að fara fram hjá neinum. Nokkrar hraðahindranir eru í hverfinu og virðast þær ekki skila nægum árangri. Guðbrandur segir að fólk hægi einungis á sér þegar það komi að hraðahindrunum en gefi svo í á milli þeirra. Lögreglan hefur mælt bifreiðar á allt að sjötíu og átta kílómetra hraða við þessa götu. Lögreglan hyggst halda áfram öflugu eftirliti við skólana næstu vikurnar. Fréttir Innlent Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Langflestir þeirra sem lögreglan hefur stöðvað vegna hraðaksturs í íbúðagötu í Breiðholtinu á síðustu dögum hafa verið á tvöföldum hámarkshraða. Lögreglan hefur þungar áhyggjur af ofsaakstri þar sem börn eru á leið í skóla. Lögreglan í Reykjavík hefur haldið uppi stífu umferðareftirliti í grennd við grunnskóla borgarinnar undanfarna daga. Í þeim hverfum þar sem hún hefur verið að hraðamæla er hámarkshraði þrjátíu kílómetrar á klukkustund sem þýðir að fari einhver yfir sextíu kílómetra hraða getur hann átt von á ökuleyfissviptingu. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar í Reykjavík, segir það sláandi að á milli 70% til 90% þeirra sem stöðvaðir hafa verið vegna hraðaaksturs við Arnarbaka í Breiðholti síðustu daga hafa verið á tvöföldum hámarkshraða. Þessir einstaklingar eiga því von á því að missa ökuleyfi sitt. Hann segir þetta sérstaklega valda áhyggjum í ljósi þess að mörg börn á leið í skóla fara daglega yfir þessa götu. Margir afsaka hraðaaksturinn með því að þeir hafi hreinlega ekki séð merkingarnar. Guðbrandur segir merkingar góðar við götuna og þær ættu ekki að fara fram hjá neinum. Nokkrar hraðahindranir eru í hverfinu og virðast þær ekki skila nægum árangri. Guðbrandur segir að fólk hægi einungis á sér þegar það komi að hraðahindrunum en gefi svo í á milli þeirra. Lögreglan hefur mælt bifreiðar á allt að sjötíu og átta kílómetra hraða við þessa götu. Lögreglan hyggst halda áfram öflugu eftirliti við skólana næstu vikurnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira