Umhverfisstofnun getur gert betur 9. október 2006 18:06 Meginmarkmið stjórnvalda með stofnun Umhverfisstofnunar hafa aðeins að hluta náð fram að ganga. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Umhverfisstofnun. Fyrir þessu eru aðallega sagðar tvær ástæður. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun hafi ekki verið nógu samstíga í forgangsröðun málefna sem stofnunin sinnir og stofnunin hefur ekki nýtt sér að fullu möguleika sína til að ná fram aukinni hagkvæmni. Úr tilkynningu frá Ríkisendurskoðun: ,, Umhverfisstofnun var komið á fót árið 2003 með sameiningu fjögurra opinberra stofnana og er henni m.a. ætlað að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Með sameiningunni var einkum leitast við að ná eftirfarandi markmiðum: Að einfalda og styrkja stjórnsýslu umhverfismála, að efla faglega þætti á þessu sviði, að stuðla að hagkvæmni í rekstri og að auðvelda stjórnvöldum að ná fram stefnumiðum sínum á sviði umhverfismála. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar er leitast við að meta hvernig til hafi tekist. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er sú að ekki hafi gengið nægjanlega vel að ná upphaflegum markmiðum Umhverfisstofnunar sem reyndar hefðu mátt vera skýrari í upphafi. Sameiningin stuðlaði að vísu að fækkun í yfirstjórn þeirra málaflokka sem falla undir stofnunina og einfaldaði umsagnarferlið í málaflokkunum. Ekki liggja hins vegar fyrir skýrar vísbendingar um að stjórnsýsla umhverfismála hafi almennt styrkst með sameiningunni eða að hún hafi almennt stuðlað að hagkvæmni eða faglegri framþróun í þeim málaflokkum sem heyra undir Umhverfisstofnun. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að verkefni Umhverfisstofnunar eru mjög fjölþætt og umfangsmikil og að á hana hafa verið lagðar margvíslegar nýjar skyldur, m.a. vegna fjölda reglugerða sem varða aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Umhverfisstofnun telur sig ekki hafa fengið nægt fé með þessum verkefnum og hefur því farið fram á auknar fjárveitingar. Þá telur stofnunin sig skorta fé vegna rekstrar og viðhalds þjóðgarða. Ráðuneytið hefur ekki að öllu leyti fallist á þetta sjónarmið. Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að umhverfisráðuneytið fari yfir þessi mál með stofnuninni og að þessir aðilar nái sameiginlegri niðurstöðu um forgangsröðun verkefna og fjárþörf stofnunarinnar. Í þessu samhengi telur Ríkisendurskoðun einnig mikilvægt að umhverfisráðuneytið ljúki við gerð árangursstjórnunarsamnings við stofnunina". Fréttir Innlent Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Meginmarkmið stjórnvalda með stofnun Umhverfisstofnunar hafa aðeins að hluta náð fram að ganga. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Umhverfisstofnun. Fyrir þessu eru aðallega sagðar tvær ástæður. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun hafi ekki verið nógu samstíga í forgangsröðun málefna sem stofnunin sinnir og stofnunin hefur ekki nýtt sér að fullu möguleika sína til að ná fram aukinni hagkvæmni. Úr tilkynningu frá Ríkisendurskoðun: ,, Umhverfisstofnun var komið á fót árið 2003 með sameiningu fjögurra opinberra stofnana og er henni m.a. ætlað að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Með sameiningunni var einkum leitast við að ná eftirfarandi markmiðum: Að einfalda og styrkja stjórnsýslu umhverfismála, að efla faglega þætti á þessu sviði, að stuðla að hagkvæmni í rekstri og að auðvelda stjórnvöldum að ná fram stefnumiðum sínum á sviði umhverfismála. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar er leitast við að meta hvernig til hafi tekist. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er sú að ekki hafi gengið nægjanlega vel að ná upphaflegum markmiðum Umhverfisstofnunar sem reyndar hefðu mátt vera skýrari í upphafi. Sameiningin stuðlaði að vísu að fækkun í yfirstjórn þeirra málaflokka sem falla undir stofnunina og einfaldaði umsagnarferlið í málaflokkunum. Ekki liggja hins vegar fyrir skýrar vísbendingar um að stjórnsýsla umhverfismála hafi almennt styrkst með sameiningunni eða að hún hafi almennt stuðlað að hagkvæmni eða faglegri framþróun í þeim málaflokkum sem heyra undir Umhverfisstofnun. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að verkefni Umhverfisstofnunar eru mjög fjölþætt og umfangsmikil og að á hana hafa verið lagðar margvíslegar nýjar skyldur, m.a. vegna fjölda reglugerða sem varða aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Umhverfisstofnun telur sig ekki hafa fengið nægt fé með þessum verkefnum og hefur því farið fram á auknar fjárveitingar. Þá telur stofnunin sig skorta fé vegna rekstrar og viðhalds þjóðgarða. Ráðuneytið hefur ekki að öllu leyti fallist á þetta sjónarmið. Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að umhverfisráðuneytið fari yfir þessi mál með stofnuninni og að þessir aðilar nái sameiginlegri niðurstöðu um forgangsröðun verkefna og fjárþörf stofnunarinnar. Í þessu samhengi telur Ríkisendurskoðun einnig mikilvægt að umhverfisráðuneytið ljúki við gerð árangursstjórnunarsamnings við stofnunina".
Fréttir Innlent Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira