Tímamót við Kárahnjúkavirkjun 5. desember 2006 12:58 Búið er að opna aðrennslisgöngin sem ætlað er að flytja Jöklu úr Hálslóni yfir í stöðvarhúsið í Fljótsdal. Borað var í gegnum síðasta haft ganganna klukkan hálf ellefu í morgun. Bilun varð í einum bornum í gær sem varð til þess að opnun gagnanna seinkaði. Gert var við borinn í nótt og að sögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar, gekk allt ljómandi vel í morgun. Borarnir hittust ekki nákvæmlega heldur var um sjötíu sentímetra skekkja. Þegar síðasta haftið var brotið í morgun braust út mikill fögnuður meðal viðstaddra. Bæði kínverskir og ítalskir bormenn réðu sér vart af kæti og veifuðu ákaft þjóðfánum sínum. Yfirmenn Landsvirkjunar á svæðinu telja í raun um stærsta áfanga virkjunarframkvæmdanna að ræða en aðeins gangsetning virkjunarinnar telst meiri tímamót. Ástæðan er sú að jarðgangagerðin er bæði dýrasti verkþátturinn og um leið sá sem mest óvissa var um. Þrír risaborar hafa í tvö og hálft ár borað neðanjarðargöng sem hafa munu það hlutverk að flytja stórfljót Austurlands tugi kílómetra. Bor eitt lagði af stað frá fjallsbrún ofan stöðvarhússins í Fljótsdal og boraði 14,7 kílómetra en verkefni hans lauk í haust. Bor tvö var settur inn á miðri leið til að bora í átt að Hálslóni og á hann 10,3 kílómetra að baki. Bor þrjú hefur séð um legginn frá Hálslóni og er búinn með 14,6 kílómetra. Við sýnum myndir frá því þegar borað var í gegnum síðasta haft ganganna í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 klukkan 18:30. Innlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Búið er að opna aðrennslisgöngin sem ætlað er að flytja Jöklu úr Hálslóni yfir í stöðvarhúsið í Fljótsdal. Borað var í gegnum síðasta haft ganganna klukkan hálf ellefu í morgun. Bilun varð í einum bornum í gær sem varð til þess að opnun gagnanna seinkaði. Gert var við borinn í nótt og að sögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar, gekk allt ljómandi vel í morgun. Borarnir hittust ekki nákvæmlega heldur var um sjötíu sentímetra skekkja. Þegar síðasta haftið var brotið í morgun braust út mikill fögnuður meðal viðstaddra. Bæði kínverskir og ítalskir bormenn réðu sér vart af kæti og veifuðu ákaft þjóðfánum sínum. Yfirmenn Landsvirkjunar á svæðinu telja í raun um stærsta áfanga virkjunarframkvæmdanna að ræða en aðeins gangsetning virkjunarinnar telst meiri tímamót. Ástæðan er sú að jarðgangagerðin er bæði dýrasti verkþátturinn og um leið sá sem mest óvissa var um. Þrír risaborar hafa í tvö og hálft ár borað neðanjarðargöng sem hafa munu það hlutverk að flytja stórfljót Austurlands tugi kílómetra. Bor eitt lagði af stað frá fjallsbrún ofan stöðvarhússins í Fljótsdal og boraði 14,7 kílómetra en verkefni hans lauk í haust. Bor tvö var settur inn á miðri leið til að bora í átt að Hálslóni og á hann 10,3 kílómetra að baki. Bor þrjú hefur séð um legginn frá Hálslóni og er búinn með 14,6 kílómetra. Við sýnum myndir frá því þegar borað var í gegnum síðasta haft ganganna í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 klukkan 18:30.
Innlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira