Fólksflæði mest til Íslands 2. október 2006 03:30 Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Íslendingar hafa hlutfallslega tekið við langflestum frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins ef litið er á flæði til allra Norðurlandanna síðustu tvö árin. Þetta kom nýlega fram í erindi sem flutt var á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Vinnumálastofnunar. Fjöldi erlendra starfsmanna frá þessum löndum nemur tveimur prósentum af þeim sem búa á Íslandi. Norðmenn hafa í heildina tekið við langflestum erlendum starfsmönnum. Þeir tóku við tæplega 42 þúsund manns frá nýju aðildarlöndunum og endurnýjuðu atvinnuleyfi fyrir rúm 27 þúsund. Svíar tóku við tíu þúsundum, Danir svipuðum fjölda, Íslendingar um 5.800 og Finnar aðeins fleirum. Íslendingar endurnýjuðu tæplega 2.700 atvinnuleyfi. Ef fólksfjölgunin er skoðuð með tilliti til mannfjölda í viðkomandi löndum trónir Ísland efst með um tveggja prósenta hlutfall. Norðmenn eru næstir með tæpt prósent. Hlutföll annarra þjóða eru mun lægri. Erlendir starfsmenn Vinnumarkaður á Íslandi og í Noregi hafa tekið við hlutfallslega flestum starfsmönnum frá nýju aðildarríkjum ESB og þá helst Pólverjum. Atvinnuleysi er um sextán prósent í Póllandi og fara 800 þúsund Pólverjar árlega til vinnu erlendis. Mennirnir á myndinni eru pólskir og tengjast efni fréttarinnar ekki að öðru leyti. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir greinilegt að aðgangstakmarkanir stjórni ekki flæði vinnuafls, það sé efnahagsástandið og framboð og eftirspurn á vinnumarkaði sem skipti máli. Gríðarlegur straumur hefur verið til Íslands í sumar og hafa um fjögur þúsund manns komið inn á vinnumarkaðinn hér. Má kannski líkja því við sprengingu. „Þetta hefur verið stöðugt flæði og ef eitthvað er hefur það aukist frá opnuninni 1. maí. Við erum að tala um að fjögur þúsund manns hafi komið inn á vinnumarkaðinn í sumar og þá fyrst og fremst frá Póllandi. Það virðist ekki koma fram neinn slaki í eftirspurninni eftir vinnuafli,“ segir hann. Norðurlöndin eiga öll við svipuð vandamál að stríða því erfitt er að stjórna flæðinu. Stöðugt birtast fréttir um undirboð á vinnumarkaði og mál koma inn á borð skattyfirvalda, lögreglu og verkalýðsfélaga. Misjafnt er hvernig Norðurlöndin hafa tekið við fólki frá nýju aðildarríkjum ESB. Íslendingar og Finnar höfðu miklar aðgangstakmarkanir en opnuðu fyrir flæðið 1. maí með skráningu. Danir og Norðmenn hafa slakað á aðgangstakmörkunum en Svíar hafa haft galopinn vinnumarkað í rúm tvö ár og hafa haft litla sem enga stjórn á þróuninni. Innlent Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Íslendingar hafa hlutfallslega tekið við langflestum frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins ef litið er á flæði til allra Norðurlandanna síðustu tvö árin. Þetta kom nýlega fram í erindi sem flutt var á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Vinnumálastofnunar. Fjöldi erlendra starfsmanna frá þessum löndum nemur tveimur prósentum af þeim sem búa á Íslandi. Norðmenn hafa í heildina tekið við langflestum erlendum starfsmönnum. Þeir tóku við tæplega 42 þúsund manns frá nýju aðildarlöndunum og endurnýjuðu atvinnuleyfi fyrir rúm 27 þúsund. Svíar tóku við tíu þúsundum, Danir svipuðum fjölda, Íslendingar um 5.800 og Finnar aðeins fleirum. Íslendingar endurnýjuðu tæplega 2.700 atvinnuleyfi. Ef fólksfjölgunin er skoðuð með tilliti til mannfjölda í viðkomandi löndum trónir Ísland efst með um tveggja prósenta hlutfall. Norðmenn eru næstir með tæpt prósent. Hlutföll annarra þjóða eru mun lægri. Erlendir starfsmenn Vinnumarkaður á Íslandi og í Noregi hafa tekið við hlutfallslega flestum starfsmönnum frá nýju aðildarríkjum ESB og þá helst Pólverjum. Atvinnuleysi er um sextán prósent í Póllandi og fara 800 þúsund Pólverjar árlega til vinnu erlendis. Mennirnir á myndinni eru pólskir og tengjast efni fréttarinnar ekki að öðru leyti. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir greinilegt að aðgangstakmarkanir stjórni ekki flæði vinnuafls, það sé efnahagsástandið og framboð og eftirspurn á vinnumarkaði sem skipti máli. Gríðarlegur straumur hefur verið til Íslands í sumar og hafa um fjögur þúsund manns komið inn á vinnumarkaðinn hér. Má kannski líkja því við sprengingu. „Þetta hefur verið stöðugt flæði og ef eitthvað er hefur það aukist frá opnuninni 1. maí. Við erum að tala um að fjögur þúsund manns hafi komið inn á vinnumarkaðinn í sumar og þá fyrst og fremst frá Póllandi. Það virðist ekki koma fram neinn slaki í eftirspurninni eftir vinnuafli,“ segir hann. Norðurlöndin eiga öll við svipuð vandamál að stríða því erfitt er að stjórna flæðinu. Stöðugt birtast fréttir um undirboð á vinnumarkaði og mál koma inn á borð skattyfirvalda, lögreglu og verkalýðsfélaga. Misjafnt er hvernig Norðurlöndin hafa tekið við fólki frá nýju aðildarríkjum ESB. Íslendingar og Finnar höfðu miklar aðgangstakmarkanir en opnuðu fyrir flæðið 1. maí með skráningu. Danir og Norðmenn hafa slakað á aðgangstakmörkunum en Svíar hafa haft galopinn vinnumarkað í rúm tvö ár og hafa haft litla sem enga stjórn á þróuninni.
Innlent Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira