Boumsong til Juventus

Franski landsliðsmaðurinn Jean Alain Boumsong hefur gengið frá samningi við ítalska liðið Juventus. Newcastle er talið hafa fengið um 3,3 milljónir punda fyrir hinn 26 ára gamla miðvörð, sem aldrei náði sér á strik í ensku úrvalsdeildinni.