Erlent

Hetjutenórinn ber við lágum blóðsykri

Alagna í upphafsatriði óperunnar Aidu.
Alagna í upphafsatriði óperunnar Aidu. MYND/frá Scala óperunni

Roberto Alagna, tenórinn frægi sem hljóp af sviðinu á La Scala óperunni í miðri aríu þegar áhorfendur bauluðu á hann, ber því við að hann þjáist af lágum blóðsykri og hafi því ekki getað klárað atriðið eða sýninguna. Hann ætlar að kæra óperuna fyrir að hafa rekið sig úr sýningunni.

Alagna er fyrsti söngvarinn í sögu Scala óperunnar sem stormar af sviði í miðri sýningu. Hann steytti hnefann að áhorfendasalnum áður en hann hljóp af sviði. Hann var umsvifalaust leystur af hólmi af gáttuðum varaleikara, sem söng fyrstu tvö atriðin í gallabuxum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×