Ekki horfið frá fyrra mati á varnarþörf 28. nóvember 2006 06:30 F-15-þota varnarliðsins Bandarísku þoturnar fóru frá Keflavík fyrir fullt og allt í sumar, en íslensk stjórnvöld hafa ekki horfið formlega frá því mati að viðvera orrustuþotna hér sé „lágmarksvarnarviðbúnaður“. MYND/Heiða Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu. Þau hafa þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn og aðra bandamenn í NATO um hugsanlega aukna aðkomu þeirra að því að tryggja þessar þarfir eftir brottför bandaríska varnarliðsins héðan. Þetta segir Jón Egill Egilsson, yfirmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. „Við höfum grundvallarforsendurnar fyrir þörf á vörnum Íslands. Við teljum hins vegar að þetta sé ekki aðgreinanlegt frá vörnum Atlantshafsbandalagsins í heild sinni og bandamanna okkar. Þetta komi fleirum við en okkur einum,“ sagði Jón Egill er Fréttablaðið bar undir hann ummæli sem norski varnarmálaráðherrann Anne-Grete Strøm-Erichsen lætur falla í viðtali við blaðið í dag, þess efnis að eigið mat Íslendinga á þörfinni á varnarviðbúnaði hérlendis sé forsenda fyrir viðræðum um eflt varnarsamstarf. „Þessi mál þurfum við að reka í góðu samstarfi bæði við bandalagið sem slíkt, og einnig við þá bandamenn sem hlut eiga að máli, ekki bara Norðmenn, og þá fyrst og fremst Bandaríkin þar sem fyrir liggur að vinna skuli úr þeirri niðurstöðu sem náðist í viðræðunum um framhald varnarsamstarfsins,“ áréttar Jón Egill. Hann segir þessi ummæli norska ráðherrans mjög í samræmi við það sem áður hefur komið fram, að Norðmenn séu reiðubúnir til viðræðna við Íslendinga um þessi mál, en frumkvæðið verði að koma frá Íslendingum. „Þeir hafa lengi sagt að þeir séu til reiðu ef við viljum tala við þá. Það sem þeir vilja forðast er að það líti út fyrir að þeir séu að þrönga sér upp á okkur,“ útskýrir Jón Egill. Norðmenn séu hvorki að þröngva sér upp á Íslendinga, né láti þeir í það skína að „þeir þurfi að kenna okkur stafrófið,“ það er Íslendingar séu fullfærir um það sjálfir að skilgreina sínar varnarþarfir. Eins og kunnugt er var það lengi mat íslenskra stjórnvalda að föst viðvera fjögurra orrustuþotna á Keflavíkurflugvelli væri lágmarksviðbúnaður til að tryggja varnir landsins. Spurður hvort horfið hafi verið frá því mati eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að kalla allt sitt lið héðan, segir Jón Egill að svo sé í raun ekki. „Það hefur aldrei verið sagt að við höfum horfið frá því mati. Við höfum ítrekað sagt að við hljótum að falla innan þess heildarmats sem NATO og allir okkar bandamenn byggja á. Þar er í gildi grundvallarstefna og við hljótum að hafa hana sem einn útgangspunktinn þegar við metum okkar varnarþarfir,“ segir Jón Egill. Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu. Þau hafa þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn og aðra bandamenn í NATO um hugsanlega aukna aðkomu þeirra að því að tryggja þessar þarfir eftir brottför bandaríska varnarliðsins héðan. Þetta segir Jón Egill Egilsson, yfirmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. „Við höfum grundvallarforsendurnar fyrir þörf á vörnum Íslands. Við teljum hins vegar að þetta sé ekki aðgreinanlegt frá vörnum Atlantshafsbandalagsins í heild sinni og bandamanna okkar. Þetta komi fleirum við en okkur einum,“ sagði Jón Egill er Fréttablaðið bar undir hann ummæli sem norski varnarmálaráðherrann Anne-Grete Strøm-Erichsen lætur falla í viðtali við blaðið í dag, þess efnis að eigið mat Íslendinga á þörfinni á varnarviðbúnaði hérlendis sé forsenda fyrir viðræðum um eflt varnarsamstarf. „Þessi mál þurfum við að reka í góðu samstarfi bæði við bandalagið sem slíkt, og einnig við þá bandamenn sem hlut eiga að máli, ekki bara Norðmenn, og þá fyrst og fremst Bandaríkin þar sem fyrir liggur að vinna skuli úr þeirri niðurstöðu sem náðist í viðræðunum um framhald varnarsamstarfsins,“ áréttar Jón Egill. Hann segir þessi ummæli norska ráðherrans mjög í samræmi við það sem áður hefur komið fram, að Norðmenn séu reiðubúnir til viðræðna við Íslendinga um þessi mál, en frumkvæðið verði að koma frá Íslendingum. „Þeir hafa lengi sagt að þeir séu til reiðu ef við viljum tala við þá. Það sem þeir vilja forðast er að það líti út fyrir að þeir séu að þrönga sér upp á okkur,“ útskýrir Jón Egill. Norðmenn séu hvorki að þröngva sér upp á Íslendinga, né láti þeir í það skína að „þeir þurfi að kenna okkur stafrófið,“ það er Íslendingar séu fullfærir um það sjálfir að skilgreina sínar varnarþarfir. Eins og kunnugt er var það lengi mat íslenskra stjórnvalda að föst viðvera fjögurra orrustuþotna á Keflavíkurflugvelli væri lágmarksviðbúnaður til að tryggja varnir landsins. Spurður hvort horfið hafi verið frá því mati eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að kalla allt sitt lið héðan, segir Jón Egill að svo sé í raun ekki. „Það hefur aldrei verið sagt að við höfum horfið frá því mati. Við höfum ítrekað sagt að við hljótum að falla innan þess heildarmats sem NATO og allir okkar bandamenn byggja á. Þar er í gildi grundvallarstefna og við hljótum að hafa hana sem einn útgangspunktinn þegar við metum okkar varnarþarfir,“ segir Jón Egill.
Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira