Hluti mæðraeftirlits nú á Landspítala 28. nóvember 2006 06:15 Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Einar Sveinsson, arkitekt og húsameistari Reykjavíkur, teiknaði Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg árið 1947. Bygging þess hófst árið 1949 og var fyrsta deildin tekin í notkun fjórum árum síðar. Húsið var vígt árið 1957. HEILBRIGÐISMÁL Við flutning Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur frá Barónsstíg í Mjódd hefur mæðraeftirlit vegna áhættumeðgöngu verið flutt á Landspítala – háskólasjúkrahús, þar sem kvennadeildin er til húsa. Félag ljósmæðra hefur meðal annars gagnrýnt þær breytingar, sérstaklega það að konur sem hafa verið í meðgöngueftirliti á miðstöð mæðraverndar þurfi að flytja sig annað, ýmist á LSH eða til heilsugæslustöðvanna eftir því hvort meðganga þeirra telst eðlileg eða þær eigi við meðgöngutengd vandamál að stríða. Sigríður Sía Jónsdóttir hefur gegnt stöðu yfirljósmóður á miðstöð mæðraverndar en hefur kosið að láta af störfum við breytingarnar. Hún er ósátt við hvernig að málum hefur verið staðið. „Þetta er afskaplega sorglegt og erfitt fyrir margar konur að skipta um lækni og ljósmæður. Það voru aðeins veikustu konurnar sem voru í eftirliti hjá okkur. Hinar heilbrigðu voru flestar hverjar í eftirliti á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Það er mjög sérstakt af hverju ekki var hægt að gera þetta á mýkri hátt, til að mynda með því að við fengjum að sinna þeim áfram sem voru í eftirliti hjá okkur og LSH tæki við nýjum sjúklingum. Þannig hefði verið hægt að láta starfsemina fjara út,“ segir Sigríður. Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að það hefði verið of dýr kostur fyrir ríkið að láta þjónustuna við verðandi mæður á Barónsstíg fjara út og reka þannig tvær einingar samhliða, á LSH og Barónsstíg. „Við gerðum þetta eins mildilega og unnt var,“ segir Ragnheiður og bendir á að rætt hafi verið við hverja einustu konu sem hafði samband við ráðuneytið og útskýrt í hverju breytingarnar væru fólgnar. „Ég er stolt af því hvernig starfsfólk beggja eininganna hefur unnið þetta mál á lokasprettinum,“ segir hún. Að sögn Hildar Harðardóttur, yfirlæknis á kvennasviði LSH, tók kvennadeild LSH við um hundrað konum í eftirliti vegna áhættumeðgöngu á föstudag. Hún segir málum betur fyrir komið með þessum hætti því þá þurfi konur í áhættumeðgöngu nú aðeins að fara á einn stað. Alls flytjast rúm tvö stöðugildi ljósmæðra á LSH en fleiri flytjast út til heilsugæslustöðvanna í Reykjavík. Búist er við því að eftirlit vegna áhættumeðgöngu á LSH muni sinna um fimmtán prósentum barnshafandi kvenna, sem eru um þúsund konur á ári. „Með þessari breytingu er einfaldlega verið að skipta þjónustu við verðandi mæður eftir áhættuþáttum. Þær sem eru ekki í áhættuhópum verða í eftirliti á heilsugæslustöðvunum en hinar hér,“ segir Hildur. Konur sem ekki eru með heimilislækni eiga eftir sem áður rétt á mæðraeftirliti á þeirri heilsugæslustöð sem þær kjósa sér. HildurHarðardóttir .. Sigríður SíaJónsdóttir ,, Innlent Tengdar fréttir Hálfrar aldar starfsemi lokið Starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur flutti á föstudag úr húsnæði sínu við Barónsstíg eftir rúmlega hálfrar aldar starfsemi þar. 28. nóvember 2006 05:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
HEILBRIGÐISMÁL Við flutning Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur frá Barónsstíg í Mjódd hefur mæðraeftirlit vegna áhættumeðgöngu verið flutt á Landspítala – háskólasjúkrahús, þar sem kvennadeildin er til húsa. Félag ljósmæðra hefur meðal annars gagnrýnt þær breytingar, sérstaklega það að konur sem hafa verið í meðgöngueftirliti á miðstöð mæðraverndar þurfi að flytja sig annað, ýmist á LSH eða til heilsugæslustöðvanna eftir því hvort meðganga þeirra telst eðlileg eða þær eigi við meðgöngutengd vandamál að stríða. Sigríður Sía Jónsdóttir hefur gegnt stöðu yfirljósmóður á miðstöð mæðraverndar en hefur kosið að láta af störfum við breytingarnar. Hún er ósátt við hvernig að málum hefur verið staðið. „Þetta er afskaplega sorglegt og erfitt fyrir margar konur að skipta um lækni og ljósmæður. Það voru aðeins veikustu konurnar sem voru í eftirliti hjá okkur. Hinar heilbrigðu voru flestar hverjar í eftirliti á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Það er mjög sérstakt af hverju ekki var hægt að gera þetta á mýkri hátt, til að mynda með því að við fengjum að sinna þeim áfram sem voru í eftirliti hjá okkur og LSH tæki við nýjum sjúklingum. Þannig hefði verið hægt að láta starfsemina fjara út,“ segir Sigríður. Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að það hefði verið of dýr kostur fyrir ríkið að láta þjónustuna við verðandi mæður á Barónsstíg fjara út og reka þannig tvær einingar samhliða, á LSH og Barónsstíg. „Við gerðum þetta eins mildilega og unnt var,“ segir Ragnheiður og bendir á að rætt hafi verið við hverja einustu konu sem hafði samband við ráðuneytið og útskýrt í hverju breytingarnar væru fólgnar. „Ég er stolt af því hvernig starfsfólk beggja eininganna hefur unnið þetta mál á lokasprettinum,“ segir hún. Að sögn Hildar Harðardóttur, yfirlæknis á kvennasviði LSH, tók kvennadeild LSH við um hundrað konum í eftirliti vegna áhættumeðgöngu á föstudag. Hún segir málum betur fyrir komið með þessum hætti því þá þurfi konur í áhættumeðgöngu nú aðeins að fara á einn stað. Alls flytjast rúm tvö stöðugildi ljósmæðra á LSH en fleiri flytjast út til heilsugæslustöðvanna í Reykjavík. Búist er við því að eftirlit vegna áhættumeðgöngu á LSH muni sinna um fimmtán prósentum barnshafandi kvenna, sem eru um þúsund konur á ári. „Með þessari breytingu er einfaldlega verið að skipta þjónustu við verðandi mæður eftir áhættuþáttum. Þær sem eru ekki í áhættuhópum verða í eftirliti á heilsugæslustöðvunum en hinar hér,“ segir Hildur. Konur sem ekki eru með heimilislækni eiga eftir sem áður rétt á mæðraeftirliti á þeirri heilsugæslustöð sem þær kjósa sér. HildurHarðardóttir .. Sigríður SíaJónsdóttir ,,
Innlent Tengdar fréttir Hálfrar aldar starfsemi lokið Starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur flutti á föstudag úr húsnæði sínu við Barónsstíg eftir rúmlega hálfrar aldar starfsemi þar. 28. nóvember 2006 05:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
Hálfrar aldar starfsemi lokið Starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur flutti á föstudag úr húsnæði sínu við Barónsstíg eftir rúmlega hálfrar aldar starfsemi þar. 28. nóvember 2006 05:30