Æsispennandi barátta í Kraganum 12. nóvember 2006 10:00 MYND/Heiða Helgadóttir Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjarrgar, tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum í prófkjöri Sjálstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flest benti til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, myndi hafa það en hún hafnaði í sjötta sæti samkvæmt lokatölum prófkjörsins. 6409 tóku þátt í prófkjörinu sem þýðir að kjörsókn var 55 prósent. Ragnheiður Elín Árnadóttir tryggði sér fimmta sætið og verður að teljast líklegt að hún hafi tryggt sér þingsæti því flokkurinn hefur nú fimm þingsæti í þessu sterkasta vígi sínu í landinu. Sigurrós Þorgrímsdóttir þingkona er hins vegar á leið út því hún er ekki meðal sex efstu í prófkjörinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson alþingismaður fengu bæði góða kosningu í fyrsta og annað sætið og þá var Ármann Kristinn Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, í þriðja sæti frá því að fyrstu tölur bárust. Atkvæðin skiptust svo: 1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 5002 atkvæði (í 1. sæti) 2. Bjarni Benediktsson 5432 atkvæði (í 1.-2. sæti) 3. Ármann Kr. Ólafsson 2595 atkvæði (í 1.-3. sæti) 4. Jón Gunnarsson 2425 atkvæði (í 1.-4. sæti) 5. Ragnheiður Elín Árnadóttir 3303 atkvæði (í 1.-5. sæti) 6. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 3513 atkvæði (í 1.-6. sæti) Baráttan um sæti fjögur til sex var hörkuspennandi frá upphafi til enda. Ragnheiður Ríkharðsdóttir var í fjórða sæti þegar fyrstu tölur bárust en þegar þriðju tölur voru lesnar upp varð ljóst að spennan yrði mikil því þá voru hún og Jón jöfn í 4.-5. sæti. Jón náði hins vegar fjórða sætinu þegar fjórðu tölur voru lesnar og Ragnheiður var þá í sjötta en þau höfðu sætaskipti þegar sjöttu tölur bárust og þannig var það líka þegar sjöundu tölur voru lesnar. Jón tryggði sér hins vegar fjórða sætið og öruggt þingsæti í áttundu tölum sem jafnframt voru lokatölur en það kemur væntanlega í hlut Ragnheiðar Ríkharðsdóttur að berjast við að ná sjötta þingsætinu fyrir Sjálfstæðismenn í Kraganum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjarrgar, tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum í prófkjöri Sjálstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flest benti til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, myndi hafa það en hún hafnaði í sjötta sæti samkvæmt lokatölum prófkjörsins. 6409 tóku þátt í prófkjörinu sem þýðir að kjörsókn var 55 prósent. Ragnheiður Elín Árnadóttir tryggði sér fimmta sætið og verður að teljast líklegt að hún hafi tryggt sér þingsæti því flokkurinn hefur nú fimm þingsæti í þessu sterkasta vígi sínu í landinu. Sigurrós Þorgrímsdóttir þingkona er hins vegar á leið út því hún er ekki meðal sex efstu í prófkjörinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson alþingismaður fengu bæði góða kosningu í fyrsta og annað sætið og þá var Ármann Kristinn Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, í þriðja sæti frá því að fyrstu tölur bárust. Atkvæðin skiptust svo: 1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 5002 atkvæði (í 1. sæti) 2. Bjarni Benediktsson 5432 atkvæði (í 1.-2. sæti) 3. Ármann Kr. Ólafsson 2595 atkvæði (í 1.-3. sæti) 4. Jón Gunnarsson 2425 atkvæði (í 1.-4. sæti) 5. Ragnheiður Elín Árnadóttir 3303 atkvæði (í 1.-5. sæti) 6. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 3513 atkvæði (í 1.-6. sæti) Baráttan um sæti fjögur til sex var hörkuspennandi frá upphafi til enda. Ragnheiður Ríkharðsdóttir var í fjórða sæti þegar fyrstu tölur bárust en þegar þriðju tölur voru lesnar upp varð ljóst að spennan yrði mikil því þá voru hún og Jón jöfn í 4.-5. sæti. Jón náði hins vegar fjórða sætinu þegar fjórðu tölur voru lesnar og Ragnheiður var þá í sjötta en þau höfðu sætaskipti þegar sjöttu tölur bárust og þannig var það líka þegar sjöundu tölur voru lesnar. Jón tryggði sér hins vegar fjórða sætið og öruggt þingsæti í áttundu tölum sem jafnframt voru lokatölur en það kemur væntanlega í hlut Ragnheiðar Ríkharðsdóttur að berjast við að ná sjötta þingsætinu fyrir Sjálfstæðismenn í Kraganum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira