Erlent

Íranar segja ályktun öryggisráðsins ólöglega

MYND/AP

Írönsk yfirvöld fordæmdu í kvöld þá ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að samþykkja ályktun um að beita refsiaðgerðum gegn Írönum þar sem þeir neita að láta af auðgun úrans. Sögðu þau öryggisráðið fara út fyrir verksvið sitt með samþykkt ályktunarinnar.

Talsmaður utanríkisráðuneytis Írans, Mohammad Ali Hosseini, sagði í samtali við ríkissjónvarp Írans að ályktunin hefði ekki áhrif og gæti ekki takmarkað friðsamlegar kjarnorkuáætlanir Írana. Hins vegar græfi ályktunin undan valdi öryggisráðsins.

Samkvæmt ályktuninni er bannað að selja tækni og efni tengd kjarnorkuvinnslu ásamt eldflaugum til Írans þar sem óttast er að þeir muni koma sér upp kjarnavopnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×