Erlent

Bandaríkjaher vegur einn af leiðtogum talibana

MYND/AP

Bandaríski herinn greindi frá því nú í morgun að hermenn hefðu drepið einn af fjórum helstu leiðtogum talibana í Afganistan. Akhtar Mohammed Osmani og tveir liðsmenn í uppreisnarsveitum talibana féllu í loftárás bandaríska hersins nærri landamærunum að Pakistan á þriðjudaginn var.

Osmani er sagður hafa leitt andóf talibana í suðurhluta Afganistans þar sem mestur órói hefur verið undanfarin misseri. Hann mun hafa verið náinn samstarfsmaður múllah Omars, leiðtoga talibana, og jafnframt tengst Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaida, sem enn er leitað í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×