Erlent

Öryggisráðið greiðir atkvæði um refsiaðgerðir gegn Íran

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiðir í dag atkvæði um tillögu að ályktun um refsiaðgerðir á hendur Írönum vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Vestuveldin hafa farið fram á það að Íranar hætti auðgun úrans þar sem óttast er að þeir séu með því að reyna að koma sér upp kjarnavopnum. Því hafna Íranar og segja kjarnorkuframleiðslu sína aðeins í friðsamlegum tilgangi. Reiknað er með að ályktunartillagan í dag feli meðal annars í sér bann við sölu á tækni og efnum tengdum kjarnorkuframleiðslu ásamt því að frysta tilteknar eignir Írana. Tillögunni hefur verið breytt nokkrum sinnum vegna andstöðu Rússa og Kínverja í Öryggisráðinu og Rússar eiga enn eftir leggja blessun sína yfir hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×