Erlent

Fyrir dómara vegna morðanna í Ipswich

Stephen Wright, 48 ára lyftaramaður, kom fyrir dómara í Ipswich í morgun til að svara spurningum um morðin á fimm vændiskonum í byrjun mánaðarins, sem hann var ákærður fyrir í gærkvöldi. Lögreglan sagðist í gær hafa fullnægjandi sönnunargögn til að sakfella manninn, en lögfræðingur minnti fjölmiðla á í dag að hann væri saklaus þar til sekt væri sönnuð.

Lögfræðingurinn bað því um að fjölmiðlum yrði haldið utan við málið, umfram það sem hingað til hefur verið, en lögregla hefur haldið reglulega blaðamannafundi og greindi meðal annars frá nafni hins ákærða.

Annar maður hafði verið í haldi lögreglu síðan á mánudag og hafði verið yfirheyrður, grunaður um morðin en honum var sleppt í gærkvöldi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×