Erlent

Hermaður gæti fengið lífstíðarfangelsi

Justin Sharratt, sveitarforingi, getur átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir morðin í Haditha.
Justin Sharratt, sveitarforingi, getur átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir morðin í Haditha. MYND/AP

Átta bandarískir hermenn voru í gær ákærðir fyrir að hafa myrt 24 Íraka í þorpinu Haditha í Írak í nóvember 2005. Þar af er sveitarforinginn ákærður fyrir að hafa sjálfur myrt 12 manns og að hafa skipað hermönnum undir hans stjórn að myrða 6 til viðbótar. Hann getur átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Þetta er ein stærsta glæparannsóknin vegna morða bandarískra hermanna á saklausum borgurum í Írak. Aðrir eru kærðir fyrir morð og að spilla rannsókn málsins með villandi eða röngum upplýsingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×