Erlent

Ákært fyrir vændiskonumorð

Blaöamannafundur lögreglunnar í Suffolk-umdæmi, þar sem Ipswich er.
Blaöamannafundur lögreglunnar í Suffolk-umdæmi, þar sem Ipswich er. MYND/AP

48 ára vörubílsstjóri, Stephen Wright, var í gær ákærður fyrir morðin á fimm vændiskonum á Suðaustur-Englandi. Hann var annar maðurinn sem var handtekinn vegna rannsóknar málsins, hinum fyrri verður sleppt í kvöld að öllu jöfnu.

Yfirsaksóknari segir næg sönnunargögn fyrir hendi til að dæma Wright fyrir að hafa myrt fimm konur á 10 daga tímabili og skilið líkin eftir á víðavangi. Tvær af konunum voru kyrktar en kryfjendum tókst ekki að komast að niðurstöðu um hvernig hinar þrjár létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×