Erlent

Berdymukhamedov til valda í Túrkmenistan

Varaforsætisráðherra Túrkmenistans, Kurbanguly Berdymukhamedov, hefur verið útnefndur þjóðarleiðtogi til bráðabirgða eftir að lífstíðarforsetinn Túrkmenbashi lést úr hjartaáfalli í nótt.

Túrkmenbashi, sem réttu nafni hét Saparmurat Niyazov, bauð þegnum sínum að kalla sig Túrkmenbashi, eða föður allra Túrkmena, og hafði veitt sjálfum sér lífstíðar forsetatign.

Hann er frægur að endemum fyrir sjálfsdýrkun og framúrstefnulegar hugmyndir sem brosað hefur verið að úr fjarlægð. Þegnar hans eygja hins vegar von núna um að fá til baka nokkuð af þeim mannréttindum sem þeir hafa verið sviptir í valdatíð hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×