Erlent

Fá að áfrýja í Líbíu

Fimm búlgarskir hjúkrunarfræðingar og palestínskur læknir sem voru dæmd til dauða í Líbíu í dag fá að áfrýja, samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra landsins. Fólkið var dæmt fyrir að hafa viljandi smitað 426 börn af HIV-veirunni. Aðrir segja að fólkið sé blórabögglar, því sé kennt um bágar hreinlætisaðstæður á sjúkrahúsinu.

Stjórnvöld í Búlgaríu hafa fordæmt ákvörðunina og talsmaður Evrópusambandsins sagði að sér væri brugðið og hvatti líbísk stjórnvöld til að endurskoða ákvörðun sína. Fjölmörg vestræn ríki hafa hvatt til að föngunum verði sleppt úr haldi.

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt réttarhöldin og sagt þau ómakleg, ekki hafi verið dæmt eftir sönnunargögnum, dauðadómurinn sé frekar til að þóknast dómstól götunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×