Erlent

"Talíbanalög" bönnuð í Pakistan

Hæstiréttur í Pakistan bannaði í dag lög sem höfðu verið sett í norðvesturhluta landsins, þar sem samsteypa bókstafstrúaðra múslima ráða ríkjum. Með frumvarpinu átti að lögfesta íslamskt siðferði í héraðinu. Dómstóllinn bannaði fylkisstjóranum að skrifa undir lögin, en þau ganga einnig gegn hófsemisstefnu Musharrafs forseta.

Sams konar lög voru dæmd ólögmæt á síðasta ári, þar sem hæstiréttur taldi þau ekki samræmast stjórnarskrá. Musharraf, forseti Pakistans, hefur lýst því yfir að Pakistanar eigi að aðhyllast upplýstan og hófsaman Íslam og hefur sagt að lögin sem bönnuð voru í dag séu brot á mannréttindum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×