Erlent

Ætla bara að ráðast á eþíópísku hermennina

Stjórnarhermenn í Baidoa. Þeir gæta öryggis stjórnarinnar, ásamt liðstyrk frá grannríkinu Eþíópíu.
Stjórnarhermenn í Baidoa. Þeir gæta öryggis stjórnarinnar, ásamt liðstyrk frá grannríkinu Eþíópíu. MYND/AP

Leiðtogi Íslömsku bardagasveitanna í Sómalíu, segist ekki hafa í hyggju að ráðast á bráðabirgðaríkisstjórn Austur-Afríkuríkisins, heldur eingöngu "innrásarsveitir" grannríkisins Eþíópíu. Hassan Dahir Aweys, sjeik, kallaði ásakanir Bandaríkjamanna á þá leið að samtök hans séu í raun leppsamtök Al Kaída í Sómalíu, innantómt raus.

"Við ætlum ekki að ráðast á stjórnina en á sama tíma erum við nauðbeygðir til að ráðast á Eþíópíumenn hvar sem þeir eru," sagði hann í samtali við Reuters í Mogadishu í dag. "Eþíópíumenn réðust inn í landið okkar ... við hefðum átt að henda þeim út fyrir löngu.

Vitni og sérfræðingar segja að þúsundir eþíópískra hermanna séu við Baidoa, þar sem bráðabirgðastjórnin hefst einnig við. Þeir eiga meðal annars að tryggja öryggi forsetans Abdullahi Yusuf og ríkisstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×