Erlent

Forsetakosningar í Rússlandi 2. mars 2008

MYND/AP

Ákveðið hefur verið að flýta forsetakosningum sem fram eiga fara í Rússlandi 2008 um viku. Það er gert vegna þess að almennan frídag ber upp á daginn fyrir kosningarnar.

Til stóð að kosningarnar færu fram 9. mars 2008 en 8. mars er almennur frídagur í Rússlandi og samkvæmt rússneskum kosningalögum mega forsetakosningar ekki fara fram á almennum frídegi eða dagana fyrir eða eftir hann. Það ræðst því væntanlega 2. mars 2008 hver tekur við af Vladímír Pútín sem forseti Rússlands, en samkvæmt stjórnarskrá landsins má forseti aðeins sitja tvö kjörtímabil. Hins vegar er búist við því að Pútín tilnefni einhvern sem eftirmann sinn sem muni í kjölfarið verða valinn forseti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×