Perúar dæmdir fyrir að smygla ullarpeysum 14. desember 2006 10:38 Stórt uppboð verður haldið innan skamms hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði þar sem boðnar verða upp um eitt þúsund ullarpeysur, prjónahattar, borðdúkar og fleira. Um er að ræða varning sem gerður var upptækur þegar tveir perúskir ríkisborgarar voru í gær dæmdir fyrir að koma ólölega með varninginn til landsins. Mennirnir eru búsettir í Danmörku og komu hingað til lands með Norrænu í september. Við komuna til Seyðisfjarðar óku þeir bíl sínum í gegnum tollhlið sem ætlað er fyrir þá sem hafa engan tollskyldan varning. Þegar tollverðir fóru að skoða bílinn kom í ljós að þar var að finna ýmsan varning sem mennirnir hefðu átt að framvísa við komuna. En í bílnum fundust um þrettán hundruð geisladiskar, tæplega eitt þúsund ullarpeysur, um eitt hundrað prjónahattar svo og treflar, húfur, ullarvettlingar og fjórir borðdúkar. Mennirnir neituðu því að hafa ætlað sér að selja þessa hluti hér á landi. Þeir hefðu komið hingað til lands til að ferðast í tvær til þrjár vikur og haft hlutina með sér þar sem þeir hefðu ekkert annað geymslupláss en sendibíl sinn. Jafnframt lýstu þeir yfir að vanþekking þeirra á tollahliðum hefði gert það að verkum að þeir völdu rangt hlið. Framburður mannanna þótti ótrúverðugur og dæmdi Héraðsdómur Austurlands þá í gær til að greiða sektir. Sá sem ók bílnum þarf að greiða 165 þúsund krónur en hinn 24 þúsund krónur í sekt. Varningurinn var jafnframt gerður upptækur. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði mun bjóða varninginn upp. Ekki er þó ljóst hvenær uppboðið verður haldið en sýslumaðurinn vonar að það verði fljótlega hægt þar sem varningurinn tekur mikið pláss. Eftir nokkru verður að slægjast fyrir þá sem mæta á uppboðið því varningurinn þykir sérstakur en þar er meðal annars að finna mörg skrautleg panjó. Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Stórt uppboð verður haldið innan skamms hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði þar sem boðnar verða upp um eitt þúsund ullarpeysur, prjónahattar, borðdúkar og fleira. Um er að ræða varning sem gerður var upptækur þegar tveir perúskir ríkisborgarar voru í gær dæmdir fyrir að koma ólölega með varninginn til landsins. Mennirnir eru búsettir í Danmörku og komu hingað til lands með Norrænu í september. Við komuna til Seyðisfjarðar óku þeir bíl sínum í gegnum tollhlið sem ætlað er fyrir þá sem hafa engan tollskyldan varning. Þegar tollverðir fóru að skoða bílinn kom í ljós að þar var að finna ýmsan varning sem mennirnir hefðu átt að framvísa við komuna. En í bílnum fundust um þrettán hundruð geisladiskar, tæplega eitt þúsund ullarpeysur, um eitt hundrað prjónahattar svo og treflar, húfur, ullarvettlingar og fjórir borðdúkar. Mennirnir neituðu því að hafa ætlað sér að selja þessa hluti hér á landi. Þeir hefðu komið hingað til lands til að ferðast í tvær til þrjár vikur og haft hlutina með sér þar sem þeir hefðu ekkert annað geymslupláss en sendibíl sinn. Jafnframt lýstu þeir yfir að vanþekking þeirra á tollahliðum hefði gert það að verkum að þeir völdu rangt hlið. Framburður mannanna þótti ótrúverðugur og dæmdi Héraðsdómur Austurlands þá í gær til að greiða sektir. Sá sem ók bílnum þarf að greiða 165 þúsund krónur en hinn 24 þúsund krónur í sekt. Varningurinn var jafnframt gerður upptækur. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði mun bjóða varninginn upp. Ekki er þó ljóst hvenær uppboðið verður haldið en sýslumaðurinn vonar að það verði fljótlega hægt þar sem varningurinn tekur mikið pláss. Eftir nokkru verður að slægjast fyrir þá sem mæta á uppboðið því varningurinn þykir sérstakur en þar er meðal annars að finna mörg skrautleg panjó.
Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira