Þrír menn slösuðust í járnbrautarslysi í aðgöngum eitt, í Kárahnjúkavirkjum um kl. 23 í gærkvöldi. Einn hlaut heilahristing og tveir skáurst og urðu fyrir hnjaski. Þeir voru fluttir til Akureyrar í morgun til frekari aðhlynningar og rannsókna, en sá með heilahristinginn á að jafna sig í vinnubúðunum.
Slysið varð með þeim hætti að ökumaður lestar virti ekki viðvörunarljós og ók á aðra lest, með þessum afleiðingum. Lestirnar eru þó báðar ökufærar eftir slysið.