Nærri 78 milljóna króna skaðabætur fyrir samráð 13. desember 2006 15:01 MYND/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag olíufélögin Ker hf, sem áður var Olíufélagið Esso, OLÍS og Skeljung til að greiða Reykjavíkurborg 72 milljónir króna í bætur vegna samráðs þeirra á níunda áratug síðustu aldar. Þá voru félögin dæmd til að greiða Strætó bs. 5,8 milljónir vegna sömu saka. Borgin og Strætó stefndu olíufélögunum vegna samráðs þeirra og krafðist fyrrnefndi aðilinn 138 milljóna króna í skaðabætur en Strætó 19 milljóna króna, samtals um 157 milljónir króna. Varakrafa borgarinnar var rúmar 72 milljónir og Strætós um 5,8 milljónir króna og varð héraðsdómur við þeim. Þá voru olíufélögin dæmd til að greiða um 1,2 milljónir króna í málskostnaði í máli borgarinnar og um 100 þúsund krónur í máli Strætós. Reykjavíkurborg og Strætó ákváðu að hefja málaferlin snemma á árinu eftir árangurslausar viðræður borgarinnar og olíufélaganna um bætur. Við aðalmeðferð málsins í síðasta mánuði viðurkenndu lögmenn olíufélaganna samráðið. Þeir höfnuðu hins vegar bótakröfunum og báru því við að ekki hefðu verið færðar sönnur á skaða vegna samráðsins, hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Málið höfðaði borgin eftir að samkeppnisyfiröld höfðu komist að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu haft með sér ólögmætt samráð, þar á meðal í útboði Innkaupastofnunar Reykjavíkur árið 1996 fyrir hönd Reykjavíkurborgar eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, 95 oktana bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar.Vísaði borgin til þess að í ákvörðun samkeppnisyfirvalda hafi komið fram að forstjórar olíufélaganna hafi gengist við því fyrir samkeppnisyfirvöldum að hafa viðhaft samráð og samstilltar aðgerðir vegna útboðsins. Við kröfugerð borgarinnar varð gerður samanburður á útboðinu árið 1996 við niðurstöðu í öðru útboði á árinu 2001 þar sem OLÍS átti lægsta boð.Í niðurstöðu dómsins kemur fram að í málinu liggi fyrir viðurkenning olíufélaganna á því að þeir hafi haft með sér ólögmætt samráð á árinu 1996. Hins vegar ekki fallist á aðalkröfu Reykjavíkurborgar vegna þess að borginni hafi ekki tekist að sýna fram á að þær forsendur sem réðu álagningu hjá OLÍS hafi almennt átt við við útboðið 1996.Telur dómurinn hins vegar að verulegar líkur hafi verið leiddar að því, að ef samráð stefndu hefði ekki komið til, hefðu framboðin verð í útboðinu 1996 a.m.k. orðið lægri. Var fallist á varakröfunu borgarinnar en hún byggðist á samkomulagi olíufélaganna um að Skeljungur hf. fengi samninginn við stefnanda og greiddi hinum tveimur „söluskiptingu pr. ltr." eða „hlutdeild í framlegð", eins og það heitir í ákvörðun Samkeppnisstofnunar.Ekki liggur fyrir hvort olíufélögin þrjú munu áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.Ekki liggur fyrir hvort olíufélögin þrjú munu áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.Þetta er annar dómurinn sem kveðinn er upp í tengslum við samráðið en í síðustu viku sýknaði héraðsdómur Ker hf., sem áður var Olíufélagið ESSO, af skaðabótakröfum húsasmiðs á Húsavík sem taldi sig hafa þurft að greiða of mikið fyrir bensín á samráðstímanum.Segja má að mál borgarinnar gegn olíufélögunum hafi líkt og mál húsasmiðsins hafi ákveðið fordæmisgildi. Ríkið hefur einnig ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur félögunum vegna meints samráðs í tenglsum við útboð á olíuvörum fyrir Landhelgisgæsluna og lögregluembættin í landinu.Við þetta má bæta að rannsókn ríkissaksóknara á meintum brotum tengdum samráðinu er lokið en ekki hefur verið greint frá því hvort ákærur verði gefnar út á hendur einhverjum vegna þess.Dóminn í heild sinni má finna hér. Samráð olíufélaga Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag olíufélögin Ker hf, sem áður var Olíufélagið Esso, OLÍS og Skeljung til að greiða Reykjavíkurborg 72 milljónir króna í bætur vegna samráðs þeirra á níunda áratug síðustu aldar. Þá voru félögin dæmd til að greiða Strætó bs. 5,8 milljónir vegna sömu saka. Borgin og Strætó stefndu olíufélögunum vegna samráðs þeirra og krafðist fyrrnefndi aðilinn 138 milljóna króna í skaðabætur en Strætó 19 milljóna króna, samtals um 157 milljónir króna. Varakrafa borgarinnar var rúmar 72 milljónir og Strætós um 5,8 milljónir króna og varð héraðsdómur við þeim. Þá voru olíufélögin dæmd til að greiða um 1,2 milljónir króna í málskostnaði í máli borgarinnar og um 100 þúsund krónur í máli Strætós. Reykjavíkurborg og Strætó ákváðu að hefja málaferlin snemma á árinu eftir árangurslausar viðræður borgarinnar og olíufélaganna um bætur. Við aðalmeðferð málsins í síðasta mánuði viðurkenndu lögmenn olíufélaganna samráðið. Þeir höfnuðu hins vegar bótakröfunum og báru því við að ekki hefðu verið færðar sönnur á skaða vegna samráðsins, hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Málið höfðaði borgin eftir að samkeppnisyfiröld höfðu komist að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu haft með sér ólögmætt samráð, þar á meðal í útboði Innkaupastofnunar Reykjavíkur árið 1996 fyrir hönd Reykjavíkurborgar eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, 95 oktana bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar.Vísaði borgin til þess að í ákvörðun samkeppnisyfirvalda hafi komið fram að forstjórar olíufélaganna hafi gengist við því fyrir samkeppnisyfirvöldum að hafa viðhaft samráð og samstilltar aðgerðir vegna útboðsins. Við kröfugerð borgarinnar varð gerður samanburður á útboðinu árið 1996 við niðurstöðu í öðru útboði á árinu 2001 þar sem OLÍS átti lægsta boð.Í niðurstöðu dómsins kemur fram að í málinu liggi fyrir viðurkenning olíufélaganna á því að þeir hafi haft með sér ólögmætt samráð á árinu 1996. Hins vegar ekki fallist á aðalkröfu Reykjavíkurborgar vegna þess að borginni hafi ekki tekist að sýna fram á að þær forsendur sem réðu álagningu hjá OLÍS hafi almennt átt við við útboðið 1996.Telur dómurinn hins vegar að verulegar líkur hafi verið leiddar að því, að ef samráð stefndu hefði ekki komið til, hefðu framboðin verð í útboðinu 1996 a.m.k. orðið lægri. Var fallist á varakröfunu borgarinnar en hún byggðist á samkomulagi olíufélaganna um að Skeljungur hf. fengi samninginn við stefnanda og greiddi hinum tveimur „söluskiptingu pr. ltr." eða „hlutdeild í framlegð", eins og það heitir í ákvörðun Samkeppnisstofnunar.Ekki liggur fyrir hvort olíufélögin þrjú munu áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.Ekki liggur fyrir hvort olíufélögin þrjú munu áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.Þetta er annar dómurinn sem kveðinn er upp í tengslum við samráðið en í síðustu viku sýknaði héraðsdómur Ker hf., sem áður var Olíufélagið ESSO, af skaðabótakröfum húsasmiðs á Húsavík sem taldi sig hafa þurft að greiða of mikið fyrir bensín á samráðstímanum.Segja má að mál borgarinnar gegn olíufélögunum hafi líkt og mál húsasmiðsins hafi ákveðið fordæmisgildi. Ríkið hefur einnig ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur félögunum vegna meints samráðs í tenglsum við útboð á olíuvörum fyrir Landhelgisgæsluna og lögregluembættin í landinu.Við þetta má bæta að rannsókn ríkissaksóknara á meintum brotum tengdum samráðinu er lokið en ekki hefur verið greint frá því hvort ákærur verði gefnar út á hendur einhverjum vegna þess.Dóminn í heild sinni má finna hér.
Samráð olíufélaga Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira