Erlent

Tveir danskir hermenn særðust Í Írak

MYND/Danska herstjórnin

Tveir danskir hermenn úr skriðdrekasveit Dana eru særðir eftir átök norður af borginni Basra í Írak. Annar mannanna særðist á hálsi og var fyrst talinn alvarlega særður en hinn fékk skot í handlegginn. Hvorugur er í lífshættu, að sögn læknis dönsku herdeildarinnar, Sørens Dervings. Hermennirnir tveir eru á hersjúkrahúsi á herstöðinni Shaiba Log, þar sem dönsku bækistöðvarnar, Danevang, eru einnig staðsettar.

Sjúkraliðar voru í fylgd hermannanna þegar þeir særðust og náðist því að hlúa að þeim strax. Þeir voru síðan fluttir með þyrlu á sjúkrahúsið innan klukkustundar frá því að þeir særðust

Frekari upplýsinga um atvikin er ekki að vænta fyrr en náðst hefur í aðstandendur hermannanna tveggja. Sex danskir hermenn hafa látið lífið í Írak frá 2003, þaraf fjórir á þessu ári. Danska herliðið í Írak telur nú um 470 hermenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×