Erlent

Aldurstakmörk á fyrirsætur í Brasilíu

MYND/Getty

Skipuleggjendur tískuvikunnar í Sao Paulo, sem haldin verður í næsta mánuði, ætla að setja 16 ára aldurstakmark á fyrirsætur sem koma fram á tískusýningum, eftir að brasilísk fyrirsæta lést úr anorexíu í síðasta mánuði. Ríkisstjórn Brasilíu stendur nú fyrir átaki gegn átröskunarsjúkdómum.

Til viðbótar við aldursmörkin, setja skipuleggjendur tískuvikunnar það skilyrði að umboðsskrifstofur fyrirsætnanna leggi fram heilsufarsvottorð undirritað af læknum fyrir hverja fyrirsætu sem tekur þátt í tískusýningunum.

"Fegurð og tíska snýst um góða heilsu, fyrst og fremst," sagði listrænn stjórnandi tískuvikunnar Paulo Borges í yfirlýsingu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×