Vildu hækka eigin kjör um 75% 5. desember 2006 18:46 Sjálfstæðismenn í Árborg fullyrða að þeir hafi staðið í vegi fyrir áformum framsóknarmanna í bæjarstjórn um allt að 75% launahækkun til bæjarfulltrúa. Upp úr samstarfinu slitnaði á föstudag með gagnkvæmum brigslyrðum. Eyþór Arnalds vísar því til föðurhúsanna að hans hagsmunir hafi nokkuð með uppslit samstarfsins að gera. Framsóknarmenn í Árborg segir að slitnað hafi uppúr samstarfinu með Framsóknarmönnum vegna óeðlilegar afgreiðslu á skipulagstillögu Eðalhúsa ehf gagnvart svokölluðum Sigtúnsreit á miðbæjarsvæðinu. Sjálfstæðismenn segja ekkert óeðililegt við fyrirhugaða afgreiðslu tillögunnar á föstudag - sama dag og frestur til að skila inn tillögum í arkítektasamkeppni alls miðbæjarins rann út. Í yfirlýsingu frá Sjálfstæðismönnum er bent á að framsóknarmenn hafi samþykkt á fundi fyrir hálfum öðrum mánuði að afgreiða með jákvæðum hætti tillögu um Sigtúnsreitinn á föstudaginn. Sú afgreiðsla eigi því fráleitt að koma þeim í opna skjöldu. Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið talið rétt að Eðalhús, eigandi Sigtúnsreits hefði jafnræði við Miðjuna ehf - sem standi að samkeppninni. En báðir eiga byggingarrétt innan samkeppnissvæðisins. Greint frá fullyrðingum um óeðilileg hagsmunatengsl á milli Eðalhúsa og sjálfstæðismanna í fréttum í gær. Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sagði aðspurður í fréttum í gær um tengsl milli Eðalhúsa og Leós Árnasonar, fyrrverandi eiganda Sigtúnsreitsins, og tengsl Leós við Eyþór Arnalds, að þau tengsl væru augljós. Hann tekur fram í dag að hann hafi engar heimildir fyrir viðskiptasambandi Eyþórs og Eðalhúsa, enda aldrei haldið því fram að þau væru til staðar. Eyþór sjálfur segir að engin óeðilieg tengsl séu á milli hans og Eðalhúsa og fullyrðir að hann hafi hvergi hyglt Leó Árnasyni. Fullyrðing um að Leó hafi verið kosningastjóri hans eigi ekki við rök að styðjast. Sjálfstæðismenn fullyrða svo að raunveruleg ástæða uppslita við Framsókn hafi verið andstaða gegn byggingum á öðrum reit í bænu. Sá er við Austurveg en þar hafi aðilar tengir framsókn þrýst á um afgreiðslu þrátt fyrir andstöðu íbúanna. Sjálfstæðismenn hafi staðið gegn. Benda þeir einnig á þar hafi Eðalhús verið fengið til framkvæmda og því afar ósannfærandi að brigsla þeim um að hygla fyrirtækinu gagnvart Sigtúnsreit. Þá standa Sjálfstæðismenn fast á því að Framsóknarmenn hafi viljað óhóflegar launahækkanir til bæjarfulltrúa. Oddviti framsónar gerði lítið úr því í gær og sagði að rætt hefði verið um14-16% hækkun. Þetta er rangt segja Sjálfstæðismenn. Launahækkunarkrafa framsóknarmanna , með hækkun á kostnaðargreiðslum hafi var miklu hærri. Samkvæmt gögnum sem Stöð 2 fékk frá Þórunni Jónu hafi til dæmis Margrét Erlingsdóttir, framsóknarflokki viljað fá 75% hækkun alls. Hefði hækkunartillaga framsóknarmanna á kjörum bæjarfulkltrúa gengið í gegn hefði það þýtt 43% hækkun á Þessu lið í bókhaldi bæjarins. Svo mikla hækkun hefðu Sjálfstæðismenn ekki geta samþykkt. Fréttir Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Sjálfstæðismenn í Árborg fullyrða að þeir hafi staðið í vegi fyrir áformum framsóknarmanna í bæjarstjórn um allt að 75% launahækkun til bæjarfulltrúa. Upp úr samstarfinu slitnaði á föstudag með gagnkvæmum brigslyrðum. Eyþór Arnalds vísar því til föðurhúsanna að hans hagsmunir hafi nokkuð með uppslit samstarfsins að gera. Framsóknarmenn í Árborg segir að slitnað hafi uppúr samstarfinu með Framsóknarmönnum vegna óeðlilegar afgreiðslu á skipulagstillögu Eðalhúsa ehf gagnvart svokölluðum Sigtúnsreit á miðbæjarsvæðinu. Sjálfstæðismenn segja ekkert óeðililegt við fyrirhugaða afgreiðslu tillögunnar á föstudag - sama dag og frestur til að skila inn tillögum í arkítektasamkeppni alls miðbæjarins rann út. Í yfirlýsingu frá Sjálfstæðismönnum er bent á að framsóknarmenn hafi samþykkt á fundi fyrir hálfum öðrum mánuði að afgreiða með jákvæðum hætti tillögu um Sigtúnsreitinn á föstudaginn. Sú afgreiðsla eigi því fráleitt að koma þeim í opna skjöldu. Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið talið rétt að Eðalhús, eigandi Sigtúnsreits hefði jafnræði við Miðjuna ehf - sem standi að samkeppninni. En báðir eiga byggingarrétt innan samkeppnissvæðisins. Greint frá fullyrðingum um óeðilileg hagsmunatengsl á milli Eðalhúsa og sjálfstæðismanna í fréttum í gær. Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sagði aðspurður í fréttum í gær um tengsl milli Eðalhúsa og Leós Árnasonar, fyrrverandi eiganda Sigtúnsreitsins, og tengsl Leós við Eyþór Arnalds, að þau tengsl væru augljós. Hann tekur fram í dag að hann hafi engar heimildir fyrir viðskiptasambandi Eyþórs og Eðalhúsa, enda aldrei haldið því fram að þau væru til staðar. Eyþór sjálfur segir að engin óeðilieg tengsl séu á milli hans og Eðalhúsa og fullyrðir að hann hafi hvergi hyglt Leó Árnasyni. Fullyrðing um að Leó hafi verið kosningastjóri hans eigi ekki við rök að styðjast. Sjálfstæðismenn fullyrða svo að raunveruleg ástæða uppslita við Framsókn hafi verið andstaða gegn byggingum á öðrum reit í bænu. Sá er við Austurveg en þar hafi aðilar tengir framsókn þrýst á um afgreiðslu þrátt fyrir andstöðu íbúanna. Sjálfstæðismenn hafi staðið gegn. Benda þeir einnig á þar hafi Eðalhús verið fengið til framkvæmda og því afar ósannfærandi að brigsla þeim um að hygla fyrirtækinu gagnvart Sigtúnsreit. Þá standa Sjálfstæðismenn fast á því að Framsóknarmenn hafi viljað óhóflegar launahækkanir til bæjarfulltrúa. Oddviti framsónar gerði lítið úr því í gær og sagði að rætt hefði verið um14-16% hækkun. Þetta er rangt segja Sjálfstæðismenn. Launahækkunarkrafa framsóknarmanna , með hækkun á kostnaðargreiðslum hafi var miklu hærri. Samkvæmt gögnum sem Stöð 2 fékk frá Þórunni Jónu hafi til dæmis Margrét Erlingsdóttir, framsóknarflokki viljað fá 75% hækkun alls. Hefði hækkunartillaga framsóknarmanna á kjörum bæjarfulkltrúa gengið í gegn hefði það þýtt 43% hækkun á Þessu lið í bókhaldi bæjarins. Svo mikla hækkun hefðu Sjálfstæðismenn ekki geta samþykkt.
Fréttir Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira