Innlent

Hættir störfum þegar nýr mjólkurrisi tekur til starfa

Forstjóri Norðurmjólkur hættir störfum þegar nýr mjólkurrisi, Mjólkursamsalan, tekur til starfa um áramót. Öll mjólkurvinnsla flyst frá Reykjavík. Félagið verður undanþegið samkeppnislögum.

450 manns munu starfa hjá nýja félaginu sem samanstendur af MS, Norðurmjólk á Akureyri og Osta- og smjörsölunni. Forstjóri Norðurmjólkur, Helgi Jóhannesson, segir að samkomulag hafi orðið um að hann hætti störfum um áramót því ella hefi hann þurft að flytjast suður. Það sé ekki talið líklegt til árangurs að teymi stjórnenda sé dreift um landið. Hann segir starfslok sín í sátt.

 

Helgi segir á hinn bóginn að stofnun mjólkurrisans sé gott skref og verði neytendum og bændum til hagsbóta. Bændur á vegum Norðurmjólkur skila um 26% mjólkur inn í fyrirtækið. Spurður hvers vegna nýi mjólkurrisinn sé undanþeginn samkeppnislögum segir hann að það myndi engu breyta þótt mjólkuriðnaðurinn þrifist innan samkeppnislaga. Hann sé það sérhæfður og sérstakur og fyrst og fremst sé samkeppnin við útlönd.

 

Með skrefinu sem stigið verður til fulls um áramótin flyst öll mjólkurvinnsla frá Reykjavík en þess í stað verður byggð upp fullkomin dreifingarmiðstöð fyrir höfuðborgarsvæðið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.