Vilja 900 þúsund króna frítekjumark hjá elli- og örorkulífeyrisþegum 23. nóvember 2006 10:00 MYND/GVA Stjórnarandstaðan leggur fram sameiginlegar tillögur við breytingar á fjárlögum við aðra umræðu um þau sem varðar lífeyrisgreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega. Gert er ráð fyrir að greiðslur til þeirra hækki um samtals sjö milljarða króna samkvæmt tillögunum en þær voru kynntar á sameiginlegum fundi stjórnarandstöðunnar í morgun. Tillögurnar gera í fyrsta lagi ráð fyrir nýju frítekjumarki fyrir bæði elli- og örorkulífeyrisþega sem nemur 900 þúsund krónum en samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar á markið að vera 300 þúsund krónur og aðeins að gilda fyrir ellilífeyrisþega. Í öðru lagi er gert ráð fyrir að tekjutrygging hækki upp í 85 þúsund krónur hjá ellilífeyrisþegum en 86 þúsund hjá öryrkjum og í þriðja lagi að afnumin verði með öllu tengsl lífeyrisgreiðslna við tekjur maka. Þá vill stjórnarandstaðan í fjórða lagi að vasapeningar þeirra sem búi á stofnunum hækki um helming og frítekjumark þeirra hækki úr 50 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Enn fremur að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar þeir fari á ellilífeyri. Í sjötta og síðasta lagi vill stjórnarandstaðan að skerðingarhlutfall verði minnkað þannig að skattskyldar tekjur umfram 900 þúsund króna frítekjumarkið skerði tekjutryggingu aðeins um 35 prósent í stað 45 prósenta. Það voru Katrín Júlíudóttir, Samfylkingunni, sem er flutningsmaður tillagnanna, og þingflokksformennirnir Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson og Magnús Þór Hafsteinsson sem kynntu tillögunar. Fram kom í máli þeirra að milljarðarnir sjö rúmist innan fjárlagarammans en tillagan er eitt skref í samvinnu stjórnarandstöðuflokkanna sem kynnt var fyrr í haust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur fram sameiginlegar tillögur við breytingar á fjárlögum við aðra umræðu um þau sem varðar lífeyrisgreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega. Gert er ráð fyrir að greiðslur til þeirra hækki um samtals sjö milljarða króna samkvæmt tillögunum en þær voru kynntar á sameiginlegum fundi stjórnarandstöðunnar í morgun. Tillögurnar gera í fyrsta lagi ráð fyrir nýju frítekjumarki fyrir bæði elli- og örorkulífeyrisþega sem nemur 900 þúsund krónum en samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar á markið að vera 300 þúsund krónur og aðeins að gilda fyrir ellilífeyrisþega. Í öðru lagi er gert ráð fyrir að tekjutrygging hækki upp í 85 þúsund krónur hjá ellilífeyrisþegum en 86 þúsund hjá öryrkjum og í þriðja lagi að afnumin verði með öllu tengsl lífeyrisgreiðslna við tekjur maka. Þá vill stjórnarandstaðan í fjórða lagi að vasapeningar þeirra sem búi á stofnunum hækki um helming og frítekjumark þeirra hækki úr 50 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Enn fremur að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar þeir fari á ellilífeyri. Í sjötta og síðasta lagi vill stjórnarandstaðan að skerðingarhlutfall verði minnkað þannig að skattskyldar tekjur umfram 900 þúsund króna frítekjumarkið skerði tekjutryggingu aðeins um 35 prósent í stað 45 prósenta. Það voru Katrín Júlíudóttir, Samfylkingunni, sem er flutningsmaður tillagnanna, og þingflokksformennirnir Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson og Magnús Þór Hafsteinsson sem kynntu tillögunar. Fram kom í máli þeirra að milljarðarnir sjö rúmist innan fjárlagarammans en tillagan er eitt skref í samvinnu stjórnarandstöðuflokkanna sem kynnt var fyrr í haust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira