Innlent

Þrjú prófkjör vegna alþingiskosninga í dag

MYND/GVA

Þrjú prófkjör fara fram í dag þar sem tekist er á um fjórðung líklegra þingsæta á næsta Alþingi Íslendinga. Prófkjörin eru hjá Samfylkingunni í Reykjavíkurkjördæmunum, sem hefur þar átta þingmenn, hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðvesturkjördæmi, sem þar hefur fimm þingmenn, og hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi, sem hefur þrjá þingmenn þar.

Hjá Samfylkingunni er kosið í Þróttarheimilinu í Laugardal frá klukkan tíu til átján. Hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðvesturkjördæmi hófst kjörfundur klukkan níu og stendur til klukkan átján og er kosið í sex bæjarfélögum umhverfis Reykjavík. Hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi eru á þriðja tug kjörstaða og eru flestir opnir frá klukkan níu til tuttugu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×