Innlent

Flugi Icelandair frestað að morgni 10. nóvember vegna stormviðvörunar

Millilandaflugi Icelandair hefur aftur verið frestað vegna veðurs.
Millilandaflugi Icelandair hefur aftur verið frestað vegna veðurs. MYND/Anton

Icelandair hefur ákveðið að fresta millilandaflugi til og frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna spár um fárviðri.

Brottför flugs frá New York, Boston, Baltimore og Minneapolis í Bandaríkjunum, sem samkvæmt áætlun er væntanlegt til Íslands snemma í fyrramálið, er frestað um fjórar til fimm klukkustundir og gert ráð fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli um klukkan 11.30.

Gert er ráð fyrir öll morgunflug Icelandair til Evrópu, þe. flug til London, Osló, Glasgow, Frankfurt, Parísar, Kaupmannahafnar og Stokkhólms fari frá Keflavíkurflugvelli um hádegi á morgun.

Þessar áætlanir geta breyst og eru farþegar hvattir til að fylgjast vel með brottfarar og komutímum t.d. á visir.is og Icelandair.is.

Á Reykjavíkurflugvelli er sem stendur ekki búið að gera neinar ráðstafanir, en eins og í millilandaflugi, eru farþegar beðnir um að fylgjast með brottfarar og komutímum á textavarp.is og visir.is

Iceland Express er með flugvélar sínar á Keflavíkurflugvelli en hefur frestað fyrstu tveimur ferðum morgundagsins, til Lundúna og Kaupmannahafnar, til klukkan korter yfir níu. Fólk sem á pantað far með þeim er einnig beðið um að fylgjast vel með brottfarar og komutímum á textavarp.is og visir.is



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×