Fótbolti

Tottenham lagði Club Brugge

Leikmenn Tottenham fagna hér fyrra marki Dimitar Berbatov í kvöld
Leikmenn Tottenham fagna hér fyrra marki Dimitar Berbatov í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Tottenham er í mjög góðum málum í B-riðli Evrópukeppni félagsliða eftir 3-1 sigur á Club Brugge í fjörugum leik sem sýndur var beint á Sýn í kvöld. Dimitar Berbatov skoraði tvö mörk fyrir heimamenn og Robbie Keane eitt, en framherjar liðsins fóru engu að síður illa með fjölda tækifæra eins og hefð hefur myndast fyrir í vetur.

Blackburn vann 3-0 sigur á Basel á heimavelli þar sem Tugay, Jeffers og McCarthy skoruðu mörk enska liðsins. Þá nældi Newcastle í góðan 1-0 útisigur á Palermo á Sikiley þar sem Albert Luque skoraði mark Newcastle. Skoska liðið Rangers lagði Maccabi Haifa 2-0 og markvörður Livorno var hetja sinna manna þegar hann skoraði jöfnunarmark ítalska liðsins með skalla skömmu fyrir leikslok og tryggði því stig í 1-1 jafntefli við Partizan.

Íslendingalið AZ Alkmaar vann stórsigur á Grasshoppers í Sviss 5-2 þar sem Grétar Rafn Steinsson spilaði allan leikinn fyrir hollenska liðið og Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn sem varamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×