Lyktarmengun standi vexti bæjarins fyrir þrifum 27. október 2006 15:00 Þorlákshöfn MYND/Einar Elíasson Bæjarstjórn Sveitafélagsins Ölfuss hefur bókað mótmæli við fyrirhuguðu starfsleyfi, sem gefið yrði út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, fyrir hausaþurrkunarverksmiðju Lýsis hf. í Þorlákshöfn. Ástæða þess er "langvarandi óánægja íbúa sveitafélagsins með gífurlega lyktarmengun samfara rekstri þurrkunarverksmiðjunnar." Fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar Ölfuss að "um langa hríð hafi verið mikil óánægja með þá miklu lyktarmengun sem verksmiðjunni fylgir. Kveður svo rammt að að þegar vindur stendur af verksmiðjunni yfir íbúabyggðina er ómögulegt að hafa opna glugga og illbærilegt að vera utanhúss." "Verksmiðjan hefur verið rekin um árabil og undanfarið á tímabundnu starfsleyfi. Ýmiss skilyrði og áætlanir um úrbætur hafa verið sett. Þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert dregið úr lyktarmengun frá fyrirtækinu," segir í bókuninni. Bæjarstjórnin álítur því ekki ásættanlegt að starfsleyfi verði veitt nú til 18 mánaða. Í starfsleyfinu sem nú er til kynningar liggur fyrir að ráðist verði í byggingu þvotta- og þéttiturna fyrir starfsemina. Bæjarstjórnin telur þetta óásættanlegt þar sem óljóst er hvort þessar framkvæmdir muni draga úr lyktarmengun og tekur fram að slíkar framkvæmdir taki alltaf einhvern tíma. Að mati bæjarstjórnar stendur lyktarmengunin vexti bæjarins fyrir þrifum. "Erfitt sé að laða að fyrirtæki í ferðaþjónustu þegar stóran hluta ársins liggur sterk lykt frá viðkomandi rekstri yfir bæjarfélaginu..... Er því möguleiki á að ef áframhaldandi lyktarmengun verður látin líðast frá viðkomandi verksmiðju gæti það leitt til skaðabótakrafna frá langþreyttum nágrönnum," segir ennfremur í bókuninni sem líkur á kröfu bæjarstjórnarinnar, "að viðkomandi starfsleyfi verði ekki veitt í óþökk hennar". Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Bæjarstjórn Sveitafélagsins Ölfuss hefur bókað mótmæli við fyrirhuguðu starfsleyfi, sem gefið yrði út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, fyrir hausaþurrkunarverksmiðju Lýsis hf. í Þorlákshöfn. Ástæða þess er "langvarandi óánægja íbúa sveitafélagsins með gífurlega lyktarmengun samfara rekstri þurrkunarverksmiðjunnar." Fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar Ölfuss að "um langa hríð hafi verið mikil óánægja með þá miklu lyktarmengun sem verksmiðjunni fylgir. Kveður svo rammt að að þegar vindur stendur af verksmiðjunni yfir íbúabyggðina er ómögulegt að hafa opna glugga og illbærilegt að vera utanhúss." "Verksmiðjan hefur verið rekin um árabil og undanfarið á tímabundnu starfsleyfi. Ýmiss skilyrði og áætlanir um úrbætur hafa verið sett. Þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert dregið úr lyktarmengun frá fyrirtækinu," segir í bókuninni. Bæjarstjórnin álítur því ekki ásættanlegt að starfsleyfi verði veitt nú til 18 mánaða. Í starfsleyfinu sem nú er til kynningar liggur fyrir að ráðist verði í byggingu þvotta- og þéttiturna fyrir starfsemina. Bæjarstjórnin telur þetta óásættanlegt þar sem óljóst er hvort þessar framkvæmdir muni draga úr lyktarmengun og tekur fram að slíkar framkvæmdir taki alltaf einhvern tíma. Að mati bæjarstjórnar stendur lyktarmengunin vexti bæjarins fyrir þrifum. "Erfitt sé að laða að fyrirtæki í ferðaþjónustu þegar stóran hluta ársins liggur sterk lykt frá viðkomandi rekstri yfir bæjarfélaginu..... Er því möguleiki á að ef áframhaldandi lyktarmengun verður látin líðast frá viðkomandi verksmiðju gæti það leitt til skaðabótakrafna frá langþreyttum nágrönnum," segir ennfremur í bókuninni sem líkur á kröfu bæjarstjórnarinnar, "að viðkomandi starfsleyfi verði ekki veitt í óþökk hennar".
Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira