Björgólfur Thor kemur hvergi nærri tilboðinu í West Ham 12. október 2006 11:25 Eggert Magnússon Björgólfur Thor Björgólfsson er á engan hátt tengdur tilboði Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ, í breska knattspyrnufélagið West Ham. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem gefin var í Bretlandi þar sem segir að hvorki Björgólfur, persónulega, né fjárfestingafyrirtæki hans Novator, eigi þar nokkurn hlut að máli. Eggert virðist engu að síður hafa öfluga aðila að baki sér við tilboðið í West Ham. Bæði hvað varðar fjármagn og sérfræðiþekkingu við að ganga frá svona kaupum. Dregið er í efa að Eggert eigi sjálfur þær 40 milljónir sterlingspunda, eða rúmlega fimm milljarða króna sem bresk blöð segja að hann muni sjálfur leggja fram. Breska blaðið The Guardian segir að á bakvið hann standi norrænn bankamaður sem eigi persónulegar eignir upp á 500 milljónir sterlingspunda eða 64 milljarða króna. The Guardian segir að stjórn West Ham hafi af því nokkrar áhyggjur að kaupin verði fjármögnuð lánsfé, enda sé félagið mikið skuldsett fyrir. Þar hefur Eggert hinsvegar á bak við sig Keith Harris, fyrrverandi formann Breska knattspyrnusambandsins, sem mun sjá um yfirtökutilboðið, ef af því verður. Harris hafði milligöngu við kaupin á bæði Soutthampton og Aston Villa og telur Guardian að hann geti sefað ótta stjórnarmanna West Ham. Guardian bendir einnig á að Eggert Magnússon muni færa West Ham gríðarmikil tengsl í knattspyrnuheiminum. Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er á engan hátt tengdur tilboði Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ, í breska knattspyrnufélagið West Ham. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem gefin var í Bretlandi þar sem segir að hvorki Björgólfur, persónulega, né fjárfestingafyrirtæki hans Novator, eigi þar nokkurn hlut að máli. Eggert virðist engu að síður hafa öfluga aðila að baki sér við tilboðið í West Ham. Bæði hvað varðar fjármagn og sérfræðiþekkingu við að ganga frá svona kaupum. Dregið er í efa að Eggert eigi sjálfur þær 40 milljónir sterlingspunda, eða rúmlega fimm milljarða króna sem bresk blöð segja að hann muni sjálfur leggja fram. Breska blaðið The Guardian segir að á bakvið hann standi norrænn bankamaður sem eigi persónulegar eignir upp á 500 milljónir sterlingspunda eða 64 milljarða króna. The Guardian segir að stjórn West Ham hafi af því nokkrar áhyggjur að kaupin verði fjármögnuð lánsfé, enda sé félagið mikið skuldsett fyrir. Þar hefur Eggert hinsvegar á bak við sig Keith Harris, fyrrverandi formann Breska knattspyrnusambandsins, sem mun sjá um yfirtökutilboðið, ef af því verður. Harris hafði milligöngu við kaupin á bæði Soutthampton og Aston Villa og telur Guardian að hann geti sefað ótta stjórnarmanna West Ham. Guardian bendir einnig á að Eggert Magnússon muni færa West Ham gríðarmikil tengsl í knattspyrnuheiminum.
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira