Innlent

Ríflega helmingi fleiri atkvæði í Rockstar nú en í síðustu viku

Rúmlega helmingi fleiri atkvæði atkvæði bárust í nótt í SMS-kosningu vegna raunveruleikaþáttarins Rockstar:Supernova en í síðustu viku að sögn Björns Sigurðssonar, dagskrárstjóra Skjá eins, sem sýnir þættina.

Þess má geta að síðasta vika var algjör metvika. Magni Ásgeirsson þótti standa sig vel í þættinum en hann söng Back in the USSR, eftir Bítlana og frumsamið lag sem hann kallaði When the Time Comes. Þegar fyrstu tölur bárust í lok þáttarins var Magni í þriðja sæti af fimm og því í hættu á að vera sendur heim.

Endanleg úrslit verða hins vegar kynnt á miðnætti í kvöld og þá ræðst hvort hann kemst í úrslitaþátt Rockstar: Supernova.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×