Mourinho afar óhress með styrkleikaflokkana 23. ágúst 2006 16:05 Jose Mourinho er mjög ósáttur við að Chelsea skuli vera í öðrum styrkleikaflokki í meistaradeildinni NordicPhotos/GettyImages Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist ekki skilja í því hvernig standi á því að Chelsea lendi í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verði í riðla í meistaradeild Evrópu á morgun, á meðan lið sem Chelsea hefur skotið aftur fyrir sig í deildinni heimafyrir síðustu tvö ár, eru í fyrsta styrkleikaflokki. Mourinho og félagar sjá nú fram á það að góðar líkur séu á því að liðið lendi í riðli með Evrópumeisturum Barcelona, en þar að auki er ljóst að liðið lendir í riðli með liðum á borð við AC Milan, Inter Milan, Real Madrid eða Valencia. Liverpool, Manchester United og væntanlega Arsenal, eru öll í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina og þetta þykir Mourinho brandari. "Það er einfaldlega rangt hvernig staðið er að því að raða í þessa styrkleikaflokka, því við erum heppnir að komast í annan styrkleikaflokk þó við höfum orðið enskir meistarar. Að mínu mati ætti það að vega mun þyngra að verða meistari en að fara eftir árangri fortíðarinnar. Við erum til að mynda settir neðar en Inter þó við höfum unnið deildina á Englandi en þeir enduðu í þriðja sæti á Ítalíu. Og hvernig stendur á því að lið sem þurftu að fara í undankeppni á borð við Liverpool, eru sett upp fyrir okkur í styrkleikaflokk?" sagði Mourinho, sem segir kerfið vera gallað og bendir á að bestu liðin í Evrópu mætist ekki í undanúrslitum eins og þau ættu að gerast vegna þessara galla. "Meistaradeildin er besta keppni í heimi, en þú sérð ekki bestu knattspyrnulið Evrópu í undanúrslitum keppninnar og það er í raun aðeins heppni sem ræður því að besta liðið standi uppi sem sigurvegari. Prófið bara að bera saman undanúrslitaleikina og leikina í fyrri umferðum keppninnar. Berið leik Arsenal og Villarreal saman við leik Arsenal og Juventus, Chelsea og Barcelona eða Milan og Bayern Munchen - það er ekki hægt. Liverpool vann þessa keppni á sínum tíma þó liðið væri meira en 30 stigum á eftir okkur í deildinni og náði ekki einu sinni að vera á meðal fjögurra efstu liðanna á Englandi. Arsenal komst í úrslitin síðast og rétt skreið í topp fjögur á lokadeginum í deildinni. Þess vegna er það frábært afrek ef þú vinnur meistaradeildina og ert ekki í efsta styrkleikaflokki og það er í raun fáránlegt að ekki skuli vera tekið mark á keppni eins og deildarkeppninni þegar raðað er í flokkana," sagði Mourinho. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist ekki skilja í því hvernig standi á því að Chelsea lendi í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verði í riðla í meistaradeild Evrópu á morgun, á meðan lið sem Chelsea hefur skotið aftur fyrir sig í deildinni heimafyrir síðustu tvö ár, eru í fyrsta styrkleikaflokki. Mourinho og félagar sjá nú fram á það að góðar líkur séu á því að liðið lendi í riðli með Evrópumeisturum Barcelona, en þar að auki er ljóst að liðið lendir í riðli með liðum á borð við AC Milan, Inter Milan, Real Madrid eða Valencia. Liverpool, Manchester United og væntanlega Arsenal, eru öll í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina og þetta þykir Mourinho brandari. "Það er einfaldlega rangt hvernig staðið er að því að raða í þessa styrkleikaflokka, því við erum heppnir að komast í annan styrkleikaflokk þó við höfum orðið enskir meistarar. Að mínu mati ætti það að vega mun þyngra að verða meistari en að fara eftir árangri fortíðarinnar. Við erum til að mynda settir neðar en Inter þó við höfum unnið deildina á Englandi en þeir enduðu í þriðja sæti á Ítalíu. Og hvernig stendur á því að lið sem þurftu að fara í undankeppni á borð við Liverpool, eru sett upp fyrir okkur í styrkleikaflokk?" sagði Mourinho, sem segir kerfið vera gallað og bendir á að bestu liðin í Evrópu mætist ekki í undanúrslitum eins og þau ættu að gerast vegna þessara galla. "Meistaradeildin er besta keppni í heimi, en þú sérð ekki bestu knattspyrnulið Evrópu í undanúrslitum keppninnar og það er í raun aðeins heppni sem ræður því að besta liðið standi uppi sem sigurvegari. Prófið bara að bera saman undanúrslitaleikina og leikina í fyrri umferðum keppninnar. Berið leik Arsenal og Villarreal saman við leik Arsenal og Juventus, Chelsea og Barcelona eða Milan og Bayern Munchen - það er ekki hægt. Liverpool vann þessa keppni á sínum tíma þó liðið væri meira en 30 stigum á eftir okkur í deildinni og náði ekki einu sinni að vera á meðal fjögurra efstu liðanna á Englandi. Arsenal komst í úrslitin síðast og rétt skreið í topp fjögur á lokadeginum í deildinni. Þess vegna er það frábært afrek ef þú vinnur meistaradeildina og ert ekki í efsta styrkleikaflokki og það er í raun fáránlegt að ekki skuli vera tekið mark á keppni eins og deildarkeppninni þegar raðað er í flokkana," sagði Mourinho.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira