Stefnir í metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni 15. ágúst 2006 13:15 Frá Reykjavíkurmaraþoni í fyrra. MYND/Vilhelm Útlit er fyrir að metþátttaka verði í Reykjavíkurmaraþoni á laugardag því þrefalt fleiri hafa skráð sig til leiks nú en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er meðal annars sú að fyrirtæki heita nú á starfsfólk sitt í hlaupinu og rennur allur ágóðinn til góðgerðarmála. Ríflega þrjú þúsund manns hafa þegar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþon en á sama tíma í fyrra höfðu um þúsund manns skráð sig. Alls tóku um fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu í fyrra svo búast má við að þátttökumet verði slegið. Boðið verður upp á fimm mismunandi vegalengdir, Heilt og hálft maraþon, 10 kílómetra hlaup, þriggja kílómetra skemmtiskokk og nú í fyrsta sinn er boðið eins og komma fimm kílómetra Latabæjarmaraþon fyrir börnin. Svava Oddný Ásgeirsdóttir er hlaupstjóri. Hún telur marga samverkandi þætti skýra hina miklu þátttöku. Auglýsingaherferð Glitnis hafi verið vel heppnuð og þá hafi fyrirtækið einnig tekið upp á því að heita á starfsmenn sína sem hyggist taka þátt í hlaupinu. Fyrirtækið greiði þrjú þúsund krónur fyrir hvern kílómetra og fjármunirnir renni allir til góðgerðamála. Þegar hafi yfir 400 starfsmenn skráð sig í hlaupið og þeir hyggist hlaupa til góðs fyrir 45 samtök. Auk aðalstyrktaraðila hlaupsins, Glitnis, hafa meðal annars Icelandair, Ísal og Össur heitið á sína starfsmenn sem hlaupa og renna þeir fjármunir einnig til góðgerðamála. Það vekur einnig athygli að útlenskum þátttakendum hefur fjölgað hratt og hafa rúmlega 800 hlauparar erlendis frá skráð sig til leiks í ár. Svava þakkar það árangursríku markaðsstarfi. Aðstandendur hlaupsins hafi kynnt það í hlaupum erlendis og einnig hið árlega Laugarvegarhlaup og fengið góðar viðtökur. Svava hvetur þá sem hyggjast taka þátt í hlaupinu að skrá sig sem fyrst og þá biður hún ökumenn að taka tillit til hlauparanna á laugardaginn kemur Fréttir Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Útlit er fyrir að metþátttaka verði í Reykjavíkurmaraþoni á laugardag því þrefalt fleiri hafa skráð sig til leiks nú en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er meðal annars sú að fyrirtæki heita nú á starfsfólk sitt í hlaupinu og rennur allur ágóðinn til góðgerðarmála. Ríflega þrjú þúsund manns hafa þegar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþon en á sama tíma í fyrra höfðu um þúsund manns skráð sig. Alls tóku um fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu í fyrra svo búast má við að þátttökumet verði slegið. Boðið verður upp á fimm mismunandi vegalengdir, Heilt og hálft maraþon, 10 kílómetra hlaup, þriggja kílómetra skemmtiskokk og nú í fyrsta sinn er boðið eins og komma fimm kílómetra Latabæjarmaraþon fyrir börnin. Svava Oddný Ásgeirsdóttir er hlaupstjóri. Hún telur marga samverkandi þætti skýra hina miklu þátttöku. Auglýsingaherferð Glitnis hafi verið vel heppnuð og þá hafi fyrirtækið einnig tekið upp á því að heita á starfsmenn sína sem hyggist taka þátt í hlaupinu. Fyrirtækið greiði þrjú þúsund krónur fyrir hvern kílómetra og fjármunirnir renni allir til góðgerðamála. Þegar hafi yfir 400 starfsmenn skráð sig í hlaupið og þeir hyggist hlaupa til góðs fyrir 45 samtök. Auk aðalstyrktaraðila hlaupsins, Glitnis, hafa meðal annars Icelandair, Ísal og Össur heitið á sína starfsmenn sem hlaupa og renna þeir fjármunir einnig til góðgerðamála. Það vekur einnig athygli að útlenskum þátttakendum hefur fjölgað hratt og hafa rúmlega 800 hlauparar erlendis frá skráð sig til leiks í ár. Svava þakkar það árangursríku markaðsstarfi. Aðstandendur hlaupsins hafi kynnt það í hlaupum erlendis og einnig hið árlega Laugarvegarhlaup og fengið góðar viðtökur. Svava hvetur þá sem hyggjast taka þátt í hlaupinu að skrá sig sem fyrst og þá biður hún ökumenn að taka tillit til hlauparanna á laugardaginn kemur
Fréttir Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira