Töldu sig ekki mega versla á frísvæði Keflavíkurflugvallar 15. ágúst 2006 12:30 MYND/AP Hertar öryggisreglur á Keflavíkurflugvelli hafa áhrif á mörgum ólíkum sviðum. Til dæmis þorðu margir brottfararfarþegar ekki að versla á frísvæðinu í flugstöðinni í morgun af ótta við að brjóta reglur en svo er þó ekki. Að sögn Elínar Árnadóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Flugstöðvarinnar, hafa allar vörur á fríðsvæðinu verið vopna- og sprengjuskoðaðar og geta farþegar því keypt þær að vild og haft með sér út í vélarnar og farþegar til Bandaríkjanna fá vörurnar ekki afhentar fyrr en við útgang í vélarnar. Breytingarnar í Leifsstöð þýða líka að farþegar á leið til útlanda þurfa að vakna heilli klukkustundu fyrr á nóttunni til að verða við þeim tilmælum löggæslunnar á flugvellinum að mæta að minnsta kosti tveimur klukkustundum fyrir flug í flugstöðina, vegna ítarlegrar vopnaleitar. Kynnnisferðir, sem reka flugvallarrúturnar, búast við að aðalálagið, sem hefur verið með rútunum klukkan 5.15 og 5.30 færist nú framar í nóttina eða nær miðnættinu. Þá þurfa morgunverðarborð á hótelum að vera tilbúin fyrr en ella. Icelandair hefur ákveðið að heimila fólki að bæta þremur kílóum við farangur sinn, sem fer í lest flugvélanna, þannig að heildarþyngd verði 23 kíló, áður en til greiðslu á yfirvigt kemur. Þetta er gert vegna takmarkana á handfarangri sem stafa af hertum öryggisaðgerðum. Breytingarnar vekja upp spurninguna um hvort Icelandair muni hugsanlega seinka morgunbrottför flestra Evrópuvélanna til að farþegar fái meiri kvíld á hótelum. Eftir því sem NFS kemst næst mun það ekki vera til skoðunar, þar sem félagið á fasta afgreiðslutíma á flugvöllum víða um heim sem erfitt yrði að breyta. Fréttir Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Hertar öryggisreglur á Keflavíkurflugvelli hafa áhrif á mörgum ólíkum sviðum. Til dæmis þorðu margir brottfararfarþegar ekki að versla á frísvæðinu í flugstöðinni í morgun af ótta við að brjóta reglur en svo er þó ekki. Að sögn Elínar Árnadóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Flugstöðvarinnar, hafa allar vörur á fríðsvæðinu verið vopna- og sprengjuskoðaðar og geta farþegar því keypt þær að vild og haft með sér út í vélarnar og farþegar til Bandaríkjanna fá vörurnar ekki afhentar fyrr en við útgang í vélarnar. Breytingarnar í Leifsstöð þýða líka að farþegar á leið til útlanda þurfa að vakna heilli klukkustundu fyrr á nóttunni til að verða við þeim tilmælum löggæslunnar á flugvellinum að mæta að minnsta kosti tveimur klukkustundum fyrir flug í flugstöðina, vegna ítarlegrar vopnaleitar. Kynnnisferðir, sem reka flugvallarrúturnar, búast við að aðalálagið, sem hefur verið með rútunum klukkan 5.15 og 5.30 færist nú framar í nóttina eða nær miðnættinu. Þá þurfa morgunverðarborð á hótelum að vera tilbúin fyrr en ella. Icelandair hefur ákveðið að heimila fólki að bæta þremur kílóum við farangur sinn, sem fer í lest flugvélanna, þannig að heildarþyngd verði 23 kíló, áður en til greiðslu á yfirvigt kemur. Þetta er gert vegna takmarkana á handfarangri sem stafa af hertum öryggisaðgerðum. Breytingarnar vekja upp spurninguna um hvort Icelandair muni hugsanlega seinka morgunbrottför flestra Evrópuvélanna til að farþegar fái meiri kvíld á hótelum. Eftir því sem NFS kemst næst mun það ekki vera til skoðunar, þar sem félagið á fasta afgreiðslutíma á flugvöllum víða um heim sem erfitt yrði að breyta.
Fréttir Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira