Sjófuglar taldir á næstu árum 11. ágúst 2006 20:00 Engar óyggjandi rannsóknir eru til um það hvort sjófugli hafi fækkað hér á landi undanfarin ár. Helstu rannsóknarstofnanir landsins í náttúrufræði ætla að ráða bót á því og hafa hafið talningu í stærstu sjófuglabjörgum landsins sem ekki hefur farið fram í 20 ár. Fréttir hafa undanfarið borist af því að viðkomubrestur hafi orðið hjá ýmsum sjófuglategundum hér við land, nú síðast á Seltjarnarnesi þar sem kríuvarp misfórst nánast alveg. Því vakna spurningar hvort sjófugli hafi fækkað hér við land undanfarin ár. Kristján Lilliendahl, fuglafræðingur hjá Hafrannsóknarstofnuninni, segir upplýsingar úr smærri sjófuglabyggðum benda til þess að þeim fari fækkandi en nýjar upplýsingar vanti úr stærstu sjófuglabjörgunum, Látrabjargi og Horn- og Hælavíkurbjargi. Talning hefur ekki farið þar fram í 20 ár en í ár og næstu ár á að ráða bót á því. Kristján segir að með því að bera nýju tölurnar saman við tölurnar fyrir tuttugu árum geti menn séð hvort eitthvað hafi breyst en hann tekur fram að talningarverkefnið taki um þrjú til fjögur ár. Skorti á æti, sérstaklega sandsíli, hefur verið kennt um viðkomubrest hjá sjófuglinum en rannsóknir Kristjáns sýna að það sama á ekki við alls staðar í kringum landið. Kristján segir rannsóknirnar sýna að sandsíli sé aðalfæða sjófugla fyrir sunnan og vestan land en fyrir norðan land sé það hins vegar loðnan. Ásamt því að kanna hvort sjófuglum hafi fækkað hefur Hafró einnig hafið rannsóknir á stofnsveiflum sandsílis. Niðurstöður þeirra rannsókna liggja þó væntanlega ekki fyrir fyrr en einhvern tíma á næstu árum. Fréttir Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira
Engar óyggjandi rannsóknir eru til um það hvort sjófugli hafi fækkað hér á landi undanfarin ár. Helstu rannsóknarstofnanir landsins í náttúrufræði ætla að ráða bót á því og hafa hafið talningu í stærstu sjófuglabjörgum landsins sem ekki hefur farið fram í 20 ár. Fréttir hafa undanfarið borist af því að viðkomubrestur hafi orðið hjá ýmsum sjófuglategundum hér við land, nú síðast á Seltjarnarnesi þar sem kríuvarp misfórst nánast alveg. Því vakna spurningar hvort sjófugli hafi fækkað hér við land undanfarin ár. Kristján Lilliendahl, fuglafræðingur hjá Hafrannsóknarstofnuninni, segir upplýsingar úr smærri sjófuglabyggðum benda til þess að þeim fari fækkandi en nýjar upplýsingar vanti úr stærstu sjófuglabjörgunum, Látrabjargi og Horn- og Hælavíkurbjargi. Talning hefur ekki farið þar fram í 20 ár en í ár og næstu ár á að ráða bót á því. Kristján segir að með því að bera nýju tölurnar saman við tölurnar fyrir tuttugu árum geti menn séð hvort eitthvað hafi breyst en hann tekur fram að talningarverkefnið taki um þrjú til fjögur ár. Skorti á æti, sérstaklega sandsíli, hefur verið kennt um viðkomubrest hjá sjófuglinum en rannsóknir Kristjáns sýna að það sama á ekki við alls staðar í kringum landið. Kristján segir rannsóknirnar sýna að sandsíli sé aðalfæða sjófugla fyrir sunnan og vestan land en fyrir norðan land sé það hins vegar loðnan. Ásamt því að kanna hvort sjófuglum hafi fækkað hefur Hafró einnig hafið rannsóknir á stofnsveiflum sandsílis. Niðurstöður þeirra rannsókna liggja þó væntanlega ekki fyrir fyrr en einhvern tíma á næstu árum.
Fréttir Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira