Fólksflótti frá Líbanon 18. júlí 2006 19:41 Íbúar Líbanons eru tæplega fjórar milljónir en í landinu býr jafnframt nokkur fjöldi útlendinga víðs vegar að úr heiminum sem nú vill komast burt. Þorri þeirra kemur frá nágrannaríkjunum og kemst því heim af eigin rammleik en tugþúsundir þegna fjarlægari landa hafa verið strandaglópar síðustu daga. Nú má segja að allar leiðir liggi frá Beirút. Í fyrsta lagi fara margir frá borginni til Damaskus í Sýrlandi og þaðan áleiðis til heimalanda sinna. Í öðru lagi hefur útlendingum verið ekið til Amman í Jórdaníu þaðan sem þeir halda til síns heima. Í þriðja lagi hafa svo skip full af erlendum ríkisborgurum siglt frá Beirút til Larnaca á Kýpur. Miklum vandkvæðum er hins vegar bundið að flytja svo stóran hóp fólks á skömmum tíma frá landi þar sem flugvellir hafa eyðilagst og höfnum hefur flestum verið lokað. Ísraelar hafa hins vegar heimilað siglingar nokkurra skipa með flóttamenn frá Líbanon. Þannig kom ferja með 1.200 Frakka til hafnar í Larnaca á Kýpur í morgun, þreytta en ákaflega fegna. Stór hópur Rúmena kom til Búkarest í nótt og augljóst að sá hópur átti erfiða tíma að baki. Bandarísk og bresk stjórnvöld búa sig undir að flytja sitt fólk með herskipum til Kýpur, þúsundir manna, en síðustu daga hafa Bandaríkjamenn myndað þyrluloftbrú frá Beirút til Kýpur. Í fyrramálið verða 1.500 Svíar sóttir með ferju og í kvöld er svo ráðgert að önnur flugvél Atlanta-flugfélagsins lendi í Danmörku en danska utanríkisráðuneytið leigði vélina til þess arna. Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Íbúar Líbanons eru tæplega fjórar milljónir en í landinu býr jafnframt nokkur fjöldi útlendinga víðs vegar að úr heiminum sem nú vill komast burt. Þorri þeirra kemur frá nágrannaríkjunum og kemst því heim af eigin rammleik en tugþúsundir þegna fjarlægari landa hafa verið strandaglópar síðustu daga. Nú má segja að allar leiðir liggi frá Beirút. Í fyrsta lagi fara margir frá borginni til Damaskus í Sýrlandi og þaðan áleiðis til heimalanda sinna. Í öðru lagi hefur útlendingum verið ekið til Amman í Jórdaníu þaðan sem þeir halda til síns heima. Í þriðja lagi hafa svo skip full af erlendum ríkisborgurum siglt frá Beirút til Larnaca á Kýpur. Miklum vandkvæðum er hins vegar bundið að flytja svo stóran hóp fólks á skömmum tíma frá landi þar sem flugvellir hafa eyðilagst og höfnum hefur flestum verið lokað. Ísraelar hafa hins vegar heimilað siglingar nokkurra skipa með flóttamenn frá Líbanon. Þannig kom ferja með 1.200 Frakka til hafnar í Larnaca á Kýpur í morgun, þreytta en ákaflega fegna. Stór hópur Rúmena kom til Búkarest í nótt og augljóst að sá hópur átti erfiða tíma að baki. Bandarísk og bresk stjórnvöld búa sig undir að flytja sitt fólk með herskipum til Kýpur, þúsundir manna, en síðustu daga hafa Bandaríkjamenn myndað þyrluloftbrú frá Beirút til Kýpur. Í fyrramálið verða 1.500 Svíar sóttir með ferju og í kvöld er svo ráðgert að önnur flugvél Atlanta-flugfélagsins lendi í Danmörku en danska utanríkisráðuneytið leigði vélina til þess arna.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira