Íslenskir flugvirkjar í Beirút þurftu að flytja sig 14. júlí 2006 12:00 MYND/AP Ísrelar réðust í morgun öðru sinni á alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanons. Þrír íslenskir flugvirkjar, sem eru á vegum Atlanta í Beirút, færðu sig í morgun á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásirnar. Ísraelar héldu áfram hörðum árásum á suðurhluta Líbanon í nótt og morgun. Þeir létu sprengjum rigna yfir Beirút þar sem talið er að skæruliðar Hizbollah-samtakanna hafist við. Átökin hófust í fyrradag eftir að skæruliðar Hizbollah tóku í gíslingu tvo ísraelska hermenn, á landamærum Ísraels og Líbanon. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, skipaði í gær her sínum að herða árásir á Líbanon. Ísraelsmenn hafa nú náð að miklu leyti að einangra Líbanon frá umheiminum. Alþjóðaflugvöllurinn í Beirút er lokaður, öllum höfnum landsins hefur verið lokað og Ísraelsmenn hafa sprengt upp hluta af vegakerfi landsins. Airbus-þota í eigu flugfélagsins Atlanta er í einu af flugskýlum Beirút flugvallarins og fylgja þrír íslenskir flugvirkjar flugvélinni. Þeir dvöldu í nótt á hóteli nálægt flugvellinum. Már Þórarinsson er einn þeirra og segir hann þá hafa heyrt í sprengingum í nótt og að lætin hafi verið mikil. Már segir að þeir hafi ekki talið sér vært lengur á hótelinu heldur ákveðið að færa sig lengra frá flugvellinum enda hafi þeim verið ráðlegt að gera það. Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga og aðra ferðamenn sem þurfa að leggja leið sína til Ísraels, Líbanons og sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna um að sýna fyllstu varkárni. Ráðuneytið segir mörg ríki hafa gefið út sérstakar viðvaranir til þegna sinna vegna ferðalaga til þessara svæða og munu starfsmenn þess fylgjast grannt með gangi mála og gefa út frekari upplýsingar ef ástæða þykir til. Erlent Fréttir Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Ísrelar réðust í morgun öðru sinni á alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanons. Þrír íslenskir flugvirkjar, sem eru á vegum Atlanta í Beirút, færðu sig í morgun á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásirnar. Ísraelar héldu áfram hörðum árásum á suðurhluta Líbanon í nótt og morgun. Þeir létu sprengjum rigna yfir Beirút þar sem talið er að skæruliðar Hizbollah-samtakanna hafist við. Átökin hófust í fyrradag eftir að skæruliðar Hizbollah tóku í gíslingu tvo ísraelska hermenn, á landamærum Ísraels og Líbanon. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, skipaði í gær her sínum að herða árásir á Líbanon. Ísraelsmenn hafa nú náð að miklu leyti að einangra Líbanon frá umheiminum. Alþjóðaflugvöllurinn í Beirút er lokaður, öllum höfnum landsins hefur verið lokað og Ísraelsmenn hafa sprengt upp hluta af vegakerfi landsins. Airbus-þota í eigu flugfélagsins Atlanta er í einu af flugskýlum Beirút flugvallarins og fylgja þrír íslenskir flugvirkjar flugvélinni. Þeir dvöldu í nótt á hóteli nálægt flugvellinum. Már Þórarinsson er einn þeirra og segir hann þá hafa heyrt í sprengingum í nótt og að lætin hafi verið mikil. Már segir að þeir hafi ekki talið sér vært lengur á hótelinu heldur ákveðið að færa sig lengra frá flugvellinum enda hafi þeim verið ráðlegt að gera það. Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga og aðra ferðamenn sem þurfa að leggja leið sína til Ísraels, Líbanons og sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna um að sýna fyllstu varkárni. Ráðuneytið segir mörg ríki hafa gefið út sérstakar viðvaranir til þegna sinna vegna ferðalaga til þessara svæða og munu starfsmenn þess fylgjast grannt með gangi mála og gefa út frekari upplýsingar ef ástæða þykir til.
Erlent Fréttir Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira