Fótbolti

Lehmann á að spila áfram

MYND/Reuters

Markvörðurinn snjalli Oliver Kahn segir að Jens Lehmann eigi að halda áfram að spila með Þýskalandsliðinu. Kahn lék sem kunnugt kveðjuleik sinn fyrir Þjóðverja á HM er liðið sigraði Portúgal 3-1 um bronsverðlaunin.

Lehmann er sagður vera að skoða sín mál og hvort hann eigi að halda áfram með landsliðinu eða ekki. " Hver og einn leikur á að ákveða sjálfur hvað hann gerir. En Jens er nýorðinn aðalmarkvörður landsliðsins og mér finnst að hann eigi að halda áfram. Hann spilaði frábærlega á HM og gerði engin mistök og af hverju ekki að halda áfram?;" sagði Kahn.

Kahn sem er 37 ára gamall segir að hann eigi nóg eftir og sé ekkert að fara að hætta strax. " Ég mun halda áfram með Bayern og ætla að vera í markinu hjá þeim. Ég er farinn að hlakka mikið til næsta tímabils og ég ætla að njóta þess að spila eins lengi og ég get," bætti Kahn við




Fleiri fréttir

Sjá meira


×