Sjötug mamma 8. júlí 2006 17:29 Mynd/Getty Sextíu og tveggja ára kona varð í vikunni sú elsta til að eignast barn í sögu Bretlands. Konan hefur verið gagnrýnd harkalega í Bretlandi fyrir að ákveða að eignast barn á sjötugsaldri. Patricia Rashbrook er sextíu og tveggja ára geðlæknir og væri undir eðlilegum kringumstæðum líklega frekar að fagna barnabarni, eða jafnvel barnabarnabarni. Hún fæddi í vikunni dreng sem vóg tæpar sjö merkur og heilsast honum vel að sögn lækna. En það var engin tilviljun að barnið kom í heiminn. Rashbrook fór í frjósemisaðgerð til Rússlands í fyrra, sem kostaði nærri milljón íslenskra króna og eftir fimm tilraunir varð loks getnaður. Ferlið allt hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og vakið upp ýmiss konar spurningar. Þannig hafa alls kyns sérfræðingar gagnrýnt það harðlega að koma barni í heiminn við þessar aðstæður. Við fermingu verði foreldrarnir kannski komnir á elliheimili. Sjálf lætur Rashbrook hins vegar engan bilbug á sér finna og blæs á alla gagnrýni. Hún og maður hennar geti veitt barninu allt það sem það þurfi og það fái uppeldi af bestu sort. En hvað sem uppeldinu líður er tilvikið alls ekkert einsdæmi í heiminum og ekki á leiðinni í Guinnessinn fræga, því að titillinn elsta móðir heims á ennþá Adriana Iliescu, sem í janúar í fyrra eignaðist dóttur á sextugasta og sjöunda aldursári. Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Sextíu og tveggja ára kona varð í vikunni sú elsta til að eignast barn í sögu Bretlands. Konan hefur verið gagnrýnd harkalega í Bretlandi fyrir að ákveða að eignast barn á sjötugsaldri. Patricia Rashbrook er sextíu og tveggja ára geðlæknir og væri undir eðlilegum kringumstæðum líklega frekar að fagna barnabarni, eða jafnvel barnabarnabarni. Hún fæddi í vikunni dreng sem vóg tæpar sjö merkur og heilsast honum vel að sögn lækna. En það var engin tilviljun að barnið kom í heiminn. Rashbrook fór í frjósemisaðgerð til Rússlands í fyrra, sem kostaði nærri milljón íslenskra króna og eftir fimm tilraunir varð loks getnaður. Ferlið allt hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og vakið upp ýmiss konar spurningar. Þannig hafa alls kyns sérfræðingar gagnrýnt það harðlega að koma barni í heiminn við þessar aðstæður. Við fermingu verði foreldrarnir kannski komnir á elliheimili. Sjálf lætur Rashbrook hins vegar engan bilbug á sér finna og blæs á alla gagnrýni. Hún og maður hennar geti veitt barninu allt það sem það þurfi og það fái uppeldi af bestu sort. En hvað sem uppeldinu líður er tilvikið alls ekkert einsdæmi í heiminum og ekki á leiðinni í Guinnessinn fræga, því að titillinn elsta móðir heims á ennþá Adriana Iliescu, sem í janúar í fyrra eignaðist dóttur á sextugasta og sjöunda aldursári.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira