Sendifulltrúi SÞ gagnrýnir Ísraelsmenn 5. júlí 2006 22:14 MYND/AP Ísraelsher hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palestínumanna og koma í veg fyrir árásir á ísraelskt landsvæði. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna gagnrýndi Ísraela harðlega á fundi Mannréttindanefndar samtakanna í Genf í dag. Ísrelsk stjórnvöld hafa í dag fyrirskipað her sínum að halda inn í íbúðarhverfi á Gaza-svæðinu til að afmarka öryggissvæði í norðri og þar með þrýsta á um lausn ísraelsks hermanns sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna í tíu daga. Skriðdrekar og herbílar hafa farið inn á svæðið í allan dag. Heyra mátti sprengingar í Netiv Ha´asara ísraels megin við landamæri að norður hluta Gaza-svæðisins. Sjá mátti reyk stíga upp á Þar. Aðgerðir hersins í dag gætu bent til þess að Ísraelar væru reiðubúnir til að hertaka á ný hluta Gaza-svæðisins en aðeins er tæpt ár frá því her þeirra var fluttur þaðan og landtökubyggðir Gyðinga rýmdar. Sautján ára Palestínumaður sem grunaður var um að ætla að sprengja sig í loft upp var handtekinn við landtökubyggð Gyðinga á Vesturbakkanum í dag. Hann var með sprengjubelti um sig miðjan. Njósnir bárust af ferðum hans og var hann gripinn áður en hann gat látið til skarar skríða. Auk þessa voru tvær Palestínskra konur handteknar í áhlaupum í Betlehem og á Vesturbakkanum í dag. Ekki liggur fyrir hvers vegna þær voru teknar höndum. Ný mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur í dag setið á neyðarfundi um ástandið á Gaza í Genf í Sviss og meðal annars hlýtt á skýrslu Johns Dugard, sérlegs sendifulltrúa samtakanna á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna. Hann segir að með aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu brjóti Ísraelar gegn öllum helstu hegðunarreglum alþjóðalaga. Ísraelar segja hins vegar nefndina horfa fram hjá því sem valdi þeim áhyggjum. Hjálparstofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa varað við yfirvofandi neyðarástandi á svæðinu verði ekkert að gert. Matur og lyf séu af skornum skamti og rafmagns- og vatnslaust hafi verið á stóru svæði frá því aðgerðir Ísraelsmanna hófust fyrir rétt rúmri viku. Erlent Fréttir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Ísraelsher hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palestínumanna og koma í veg fyrir árásir á ísraelskt landsvæði. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna gagnrýndi Ísraela harðlega á fundi Mannréttindanefndar samtakanna í Genf í dag. Ísrelsk stjórnvöld hafa í dag fyrirskipað her sínum að halda inn í íbúðarhverfi á Gaza-svæðinu til að afmarka öryggissvæði í norðri og þar með þrýsta á um lausn ísraelsks hermanns sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna í tíu daga. Skriðdrekar og herbílar hafa farið inn á svæðið í allan dag. Heyra mátti sprengingar í Netiv Ha´asara ísraels megin við landamæri að norður hluta Gaza-svæðisins. Sjá mátti reyk stíga upp á Þar. Aðgerðir hersins í dag gætu bent til þess að Ísraelar væru reiðubúnir til að hertaka á ný hluta Gaza-svæðisins en aðeins er tæpt ár frá því her þeirra var fluttur þaðan og landtökubyggðir Gyðinga rýmdar. Sautján ára Palestínumaður sem grunaður var um að ætla að sprengja sig í loft upp var handtekinn við landtökubyggð Gyðinga á Vesturbakkanum í dag. Hann var með sprengjubelti um sig miðjan. Njósnir bárust af ferðum hans og var hann gripinn áður en hann gat látið til skarar skríða. Auk þessa voru tvær Palestínskra konur handteknar í áhlaupum í Betlehem og á Vesturbakkanum í dag. Ekki liggur fyrir hvers vegna þær voru teknar höndum. Ný mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur í dag setið á neyðarfundi um ástandið á Gaza í Genf í Sviss og meðal annars hlýtt á skýrslu Johns Dugard, sérlegs sendifulltrúa samtakanna á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna. Hann segir að með aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu brjóti Ísraelar gegn öllum helstu hegðunarreglum alþjóðalaga. Ísraelar segja hins vegar nefndina horfa fram hjá því sem valdi þeim áhyggjum. Hjálparstofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa varað við yfirvofandi neyðarástandi á svæðinu verði ekkert að gert. Matur og lyf séu af skornum skamti og rafmagns- og vatnslaust hafi verið á stóru svæði frá því aðgerðir Ísraelsmanna hófust fyrir rétt rúmri viku.
Erlent Fréttir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira