Harkan eykst fyrir botni Miðjarðarhafs 2. júlí 2006 18:45 Eftir að palestínskir skæruliðar tóku ísraelska hermanninn Gilad Shalit í gíslingu fyrir viku hefur ísraelski herinn haldið uppi linnulausum árásum á Gaza. Í nótt var spjótunum beint að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar en þá lögðu herþyrlur skrifstofur hans í Gaza-borg í rúst með flugskeytum. Enginn var í byggingunni þegar árásin var gerð en maður sem átti leið þar hjá særðist nokkuð. Á ríkisstjórnarfundi í morgun varði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, árásirnar í morgun og sagði að þungi þeirra yrði jafnvel aukinn ef ísraelski gíslinn yrði ekki látinn laus þegar í stað. Þessum orðum er augljóslega beint til palestínsku heimastjórnarinnar sem Hamas-samtökin veita forystu en Ísraelar telja þau bera beinta ábyrgð á gíslatökunni. Árásin í nótt ber að skoða sem viðvörun til oddvita þeirra. Ismail Haniyeh skoðaði leifararnar af skrifstofu sinni í morgun ásamt Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og óhætt er að segja að hljóðið í þeim hafi verið dökkt. Árásir Ísraela hitta vitaskuld saklausa íbúa Gaza-strandarinnar verst fyrir. Rafmagn hefur ítrekað farið af svæðinu vegna sprenginga í orkuverum og því hafa Palestínumenn þurft að framleiða raforku með olíu. Þar sem landamærin að Gaza hafa hins vegar lokast eftir að árásarhrinan hófst hafa aðdrættir hins vegar meira og minna stöðvast og því hafa mannúðarsamtök vaxandi áhyggjur af ástandinu. Síðdegis opnuðu loks ísraelsk stjórnvöld eina landamærastöð svo hægt væri að flytja þangað matvæli og eldsneyti. Verður hún opin næstu daga, en aðeins nokkra klukkutíma í senn. Erlent Fréttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Eftir að palestínskir skæruliðar tóku ísraelska hermanninn Gilad Shalit í gíslingu fyrir viku hefur ísraelski herinn haldið uppi linnulausum árásum á Gaza. Í nótt var spjótunum beint að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar en þá lögðu herþyrlur skrifstofur hans í Gaza-borg í rúst með flugskeytum. Enginn var í byggingunni þegar árásin var gerð en maður sem átti leið þar hjá særðist nokkuð. Á ríkisstjórnarfundi í morgun varði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, árásirnar í morgun og sagði að þungi þeirra yrði jafnvel aukinn ef ísraelski gíslinn yrði ekki látinn laus þegar í stað. Þessum orðum er augljóslega beint til palestínsku heimastjórnarinnar sem Hamas-samtökin veita forystu en Ísraelar telja þau bera beinta ábyrgð á gíslatökunni. Árásin í nótt ber að skoða sem viðvörun til oddvita þeirra. Ismail Haniyeh skoðaði leifararnar af skrifstofu sinni í morgun ásamt Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og óhætt er að segja að hljóðið í þeim hafi verið dökkt. Árásir Ísraela hitta vitaskuld saklausa íbúa Gaza-strandarinnar verst fyrir. Rafmagn hefur ítrekað farið af svæðinu vegna sprenginga í orkuverum og því hafa Palestínumenn þurft að framleiða raforku með olíu. Þar sem landamærin að Gaza hafa hins vegar lokast eftir að árásarhrinan hófst hafa aðdrættir hins vegar meira og minna stöðvast og því hafa mannúðarsamtök vaxandi áhyggjur af ástandinu. Síðdegis opnuðu loks ísraelsk stjórnvöld eina landamærastöð svo hægt væri að flytja þangað matvæli og eldsneyti. Verður hún opin næstu daga, en aðeins nokkra klukkutíma í senn.
Erlent Fréttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira