Innlent

Viðskiptahalli aldrei meiri á fyrsta ársfjórðungi

MYND/Róbert

Viðskiptahalli Íslands gagnvart útlöndum hefur aldrei verið meiri en á fyrsta fjórðungi þessa árs. Bæði viðskiptahalli og vöruskiptajöfnuður eru tvöfalt meiri en á sama tíma í fyrra. Viðskiptahalli við útlönd nam rúmum 66 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi en stóð 32 komma 6 milljörðum á sama tíma í fyrra. Vöruviðskipti voru óhagstæð um 32 milljarða núna en var á sama tíma í fyrra tæpir 16 milljarðar. Þessar tölur eru birtar í bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands sem birt var í gær. Skuldir þjóðarbúsins hafa einnig hækkað um tæpa 200 milljarða síðan í ársbyrjun og fara vaxandi og eru tæpir þúsund milljarðar, eða 300 prósent af landsframleiðslu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×